Hoppa yfir valmynd
14. júní 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mínar síður á Ísland.is aðgengilegar fyrirtækjum

Mínar síður á Ísland.is eru í sífelldri þróun og eru nú aðgengilegar fyrirtækjum fyrir þá sem hafa prókúru. Prókúruhafar fyrirtækja hafa sjálfkrafa aðgang með eigin rafrænum skilríkjum og geta skipt milli aðganga. Innskráning fyrirtækja byggist á nýju innskráningar- og umboðskerfi sem þýðir að prókúruhafi mun geta veitt öðrum aðgang að Mínum síðum fyrirtækisins, sé þess þörf.

Um 16 þúsund fyrirtæki voru í launagreiðendaferli Fjársýslunnar árð 2021 og þessi bætta þjónusta ætti því að koma að gagni hjá stórum hópi.

Á síðunum er m.a. hægt að nálgast:

  • Pósthólf fyrirtækis
  • Umsóknir (þegar fyrirtæki getur sótt um í gegnum umsóknarkerfi)
  • Upplýsingar um fyrirtæki úr fyrirtækjaskrá
  • Fasteignir úr fasteignaskrá Þjóðskrár
  • Fjármál þ.e. stöðu fyrirtækis við ríkissjóð
  • Ökutæki úr ökutækjaskrá Samgöngustofu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

„Það er skýrt markmið okkar að opinber þjónusta verði sífellt einfaldari og aðgengilegri, bæði fyrir einstaklinga en ekki síður atvinnulífið í landinu. Þetta er góður og mikilvægur áfangi í þeirri vegferð.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta