Hoppa yfir valmynd
9. september 2024 Forsætisráðuneytið

1216/2024. Úrskurður frá 9. september 2024

Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1216/2024 í máli ÚNU 24060010.
 

Kæra og málsatvik

Með erindi, dags. 18. júní 2024, kærði […] ákvörðun Héraðsdóms Suðurlands að synja honum um aðgang að gögnum úr einkamáli sem varða opið sjópróf sem haldið var í dóminum vegna tjóns sem varð á lögnum milli lands og Vestmannaeyja í nóvember 2023. Erindinu fylgdi úrskurður frá dóminum, þar sem beiðni hans um aðgang að gögnunum var synjað.
 

Niðurstaða

Í 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók. Í máli þessu liggur fyrir að kærandi óskaði aðgangs að gögnum um meðferð einstaks dómsmáls í skilningi framangreinds ákvæðis. Því er ljóst að ákvæði upplýsingalaga gilda ekki um gögnin og verður kæru í máli þessu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
 

Úrskurðarorð

Kæru […], dags. 18. júní 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
 
 
 
 
Trausti Fannar Valsson, formaður
Hafsteinn Þór Hauksson
Sigríður Árnadóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta