Hoppa yfir valmynd
11. október 2001 Innviðaráðuneytið

Endurbætur Geysisvegar

Nýlega var því fagnað að framkvæmdum við síðasta áfanga bundins slitlags vegarins að Geysi var lokið og jafnframt að undirritaður var samningur um Gestastofu að Geysi í Haukadal.


Jafnframt eru hafnar framkvæmdir við endurbætur og breikkun vegar milli Geysis og Gullfossvar. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hélt ávarp við þetta tækifæri og benti hann á mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar á Íslandi. Með tilkomu Gestastofu að Geysi batnar öll upplýsingagjöf og þjónusta við ferðamenn á staðnum sem og aðstaða fyrir almenna móttöku alls almennings og ferðamanna er sækja Geysi.




Endurbætur Geysisvegar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta