Endurbætur Geysisvegar
Nýlega var því fagnað að framkvæmdum við síðasta áfanga bundins slitlags vegarins að Geysi var lokið og jafnframt að undirritaður var samningur um Gestastofu að Geysi í Haukadal.
Jafnframt eru hafnar framkvæmdir við endurbætur og breikkun vegar milli Geysis og Gullfossvar. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hélt ávarp við þetta tækifæri og benti hann á mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar á Íslandi. Með tilkomu Gestastofu að Geysi batnar öll upplýsingagjöf og þjónusta við ferðamenn á staðnum sem og aðstaða fyrir almenna móttöku alls almennings og ferðamanna er sækja Geysi.