Aukin framlög til vegáætlunar
Samgönguráðherra lagði fram í vetur bæði vegáætlun og jarðgangaáætlun. Við meðferð Alþingis á vegáætlun hefur verið bætt við vegáætlunina framkvæmdum við jarðgangagerð á Norður- og Austurlandi. Þá hefur verið aukið við vegáætlun vegna orku- og iðjuvega á Austurlandi. Í kjölfar þessa ákvað ríkisstjórnin, eftir tillögu samgönguráðherra, að auka fé til vegaframkvæmda í öðrum kjördæmum, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Því hefur nú verið ákveðið að bæta við verkefnum í vegáætlun 2000-2004. Með þessum viðbótum verða útgjöld til vegamála þessi: (allar tölur í þús. milljóna)
2000
|
2001
|
2002
|
2003
|
2004
|
|
---|---|---|---|---|---|
Vegáætlun samkv. tillögu |
9.349
|
11.245
|
10.804
|
10.438
|
10.573
|
Jarðganga-áætlun |
100
|
200
|
1.450
|
1.450
|
1.450
|
Orku- og iðjuvegur á Austurlandi |
300
|
300
|
300
|
100
|
|
Sérstök verkefni |
200
|
500
|
1.250
|
1.150
|
|
Sérleyfi |
53
|
53
|
53
|
53
|
53
|
Samtals: |
9.802
|
11.998
|
13.107
|
13.291
|
13.226
|
Tölur ársins í ár eru á verðlagi þessa árs. Fyrir árin 2001-2004 eru tölur vegáætlunar skv. tillögu hækkaðar til áætlaðs verðlags 2001. Hækkun er 4.5% og er það í samræmi við forsendur við vinnu að fjárlagagerð 2001.
Gert er ráð fyrir að jarðgöng, orkuverkefni og sérstök verkefni verði m.a. fjármögnuð með sölu ríkiseigna en einnig er gert ráð fyrir beinum framlögum og lánsfé frá aðilum að orku- og iðjuverum á Austurlandi.
Nánar um liðinn Sérstök verkefni:
2000
m.kr. |
2001
m.kr. |
2002
m.kr. |
2003
m.kr. |
2004
m.kr. |
|
Suðurstrandarvegur Reykjanesbraut í Hafnarfirði Gatnamót á höfuðborgarsvæðinu Hringvegur, breikkun frá Víkurvegi Sundabraut Kolgrafafjörður Stórverkefni á Vestfjörðum Jaðarbyggðir og ferðamannaleiðir:
Uxahryggjavegur frá Þingvöllum
Vegur að Dettifossi Suðurland Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland |
200
|
100
100 40 50 35 35 35 35 35 35 |
100
100 200 200 50 100 100 40 50 35 35 35 35 35 35 |
100
200 200 50 100 100 40 50 35 35 35 35 35 35 |
|
Samtals |
200
|
500
|
1.250
|
1.150
|
Suðurstrandarvegur
Vegagerð milli Þorlákshafnar og Grindavíkur hefur mikið verið til umræðu udanfarið og hefur sú umræða vaxið eftir að tillögur um nýja kjördæmaskipan voru samþykktar. Á þessu svæði er umferð ferðamanna einnig vaxandi. Suðurstrandarvegur liggur allur um láglendi og eykur þar með öryggi í samgöngum milli Faxaflóa og Suðurlands í erfiðum vetrarveðrum. Heildarkostnaður er talinn 1000-1100 mkr., en áfangaskipti víða möguleg.
Reykjanesbraut í Hafnarfirði
Að undanförnu hafa verið vaxandi örðugleikar vegna umferðar á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Umferð er orðin rúmlega 20.000 bílar á sólarhring á þessum kafla sem er meira en tveggja akreina vegur getur flutt með þolanlegu móti. Afleiðing þessa er mikil bið á gatnamótum og vaxandi slysatíðni.
Gatnamót á höfuðborgarsvæðinu
Á höfuðborgarsvæðinu eru ýmis gatnamót þar sem umferð er meiri en svo að hún komist um ljósastýrð gatnamót með viðunandi hætti. Má þar nefna Miklubraut/Kringlumýrarbraut. Sammerkt með þessum gatnamótum er að þar er slysatíðni mikil, biðtími vegfarenda langur og mikil loftmengun. Þetta ástand er aðeins unnt að bæta svo viðunandi sé með gerð mislægra gatnamóta.
Vesturlandsvegur (Hringvegur), breikkun
Að undanförnu hefur umferð vaxið mjög hratt á Vesturlandsvegi milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Er nú svo komið að umferðin er komin að efri mörkum þess sem vegurinn getur flutt. Afleiðing þessa eru vaxandi biðtímar vegfarenda og biðraðir á álagstímum. Við slíkar aðstæður minnkar öryggi verulega og slysatíðni vex.
Sundabraut
Í vegáætlun hafa verið fjárveitingar til undirbúnings framkvæmda við Sundabraut. Fyrsti áfangi brautarinnar liggur yfir Kleppsvík og er áætlað að hann geti kostað allt að 5 miakr. Þessi áfangi er nauðsynlegur vegna þróunar byggðar í Gufunesi og á nálægum svæðum.
Kolgrafafjörður
Við gerð langtímaáætlunar var gert ráð fyrir því að vegur væri lagður inn fyrir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Jafnframt var þess getið að aðrar leiðir yrðu kannaðar nánar. Í þeim athugunum sem síðan hafa farið fram hefur komið í ljós að vegur inn fyrir fjörðinn er mun dýrari en gert var ráð fyrir en jafnframt þykir nú fýsilegast að fara yfir fjörðinn utarlega sem styttir vegalengdir milli byggða verulega. Æskilegt er að verkið taki ekki meira en þrjú ár í framkvæmd en mjög erfitt er að fjármagna það að fullu innan vegáætlunar og er þess vegna hér lögð til þessi viðbót.
Stórverkefni á Vestfjörðum
Byggðarlögin á Vestfjarðakjálkanum (þ.e. í Vestur-Barðastrandasýslu og Ísafjarðarsýslu) eru í lökustu vegasambandi sambærilegra byggðarlaga á landinu. Til að flýta fyrir uppbyggingu veganna og lögn bundins slitlags er lagt til að 200 mkr. verði varið í þessu skyni á árunum 2003 og 2004.
Jaðarbyggðir og ferðamannaleiðir
Í byggðaáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 1999, var gerð grein fyrir brýnum þörfum fyrir vegagerð í jarðarbyggðum. Í samræmi við þetta og vaxandi ferðamennsku um land allt verður ekki hjá því komist að leggja fram nokkurt fjármagn sem sérstaklega er ætlað til vegagerðar í jaðarbyggðum og á ferðamannaleiðum. Eru 300 mkr. ætlaðar í þetta frá og með árinu 2002. Tvö verkefni eru tilgreind sérstaklega, þ.e. Uxahryggjavegur frá Þingvöllum og vegur að Dettifossi. Sérstakar fjárveitingar eru í þessu verkefni, en að öðru leyti er fjárveitingunni skipt jafnt í sex kjördæmi.