Hoppa yfir valmynd
2. júní 2022 Utanríkisráðuneytið

Mikil fjölgun árása á menntastofnanir

Ljósmynd: UNICEF/ Filippov - mynd

Rúmlega níu þúsund nemendur, kennarar og fræðimenn urðu fyrir skaða, særðust eða létust í árásum á menntastofnanir á síðustu tveimur árum, samkvæmt nýútkominni árlegri skýrslu: Education under Attack 2022. Rúmlega fimm þúsund árásir voru gerðar á menntastofnanir, nemendur eða kennara á árunum 2020 og 2021, mun fleiri en árin á undan.

Skýrslan er gefin út af samtökunum Global Coalition to Protect Education from Attack (GCPEA). Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að árásum á menntastofnanir fjölgaði um þriðjung frá árinu 2019 til 2020 að meðtöldum þeim tilvikum þar sem skólar eru nýttir í hernaðarlegum tilgangi.

Á síðasta ári varð ekkert lát á slíkum árásum, jafnvel þótt menntastofnunum hafi víða verið lokað vegna heimsfaraldursins. Þá hafa á fyrstu mánuðum þessa árs enn fleiri skólar orðið fyrir árásum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Frá upphafi átakanna 24. febrúar hafa á annað þúsund skólar, allt frá leikskólum til háskóla, verið skemmdir í árásum.

Meðal þeirra ríkja þar sem árásum á skóla fjölgar eru Búrkína Fasó, Kólumbía, Eþíópía, Malí, Mjanmar og Nígería.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta