Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Frumvarp að heildarlögum um greiðsluþjónustu í samráðsgátt

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um greiðsluþjónustu í samráðsgátt stjórnvalda. Um umfangsmikla löggjöf er að ræða og í henni felst innleiðing á annarri greiðsluþjónustutilskipun Evrópusambandsins (PSD2) í íslenskan rétt. 

Við innleiðinguna verða til nýir greiðsluþjónustuveitendur á fjármálamarkaði; greiðsluvirkjendur og reikningsupplýsingaþjónustuveitendur. Þá fylgir innleiðingunni það nýmæli að bankar munu þurfa að veita hinum nýjum greiðsluþjónustuveitendum aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina úr kerfum sínum án fyrirliggjandi samnings þar um, að því gefnu að skýlaust samþykki eiganda greiðslureiknings sé til staðar.Tilgangur tilskipunarinnar er að efla innri markaðinn á sviði greiðsluþjónustu, auka samkeppni á því sviði, auka öryggi og hagræði fyrir neytendur og stuðla að tækniframþróun í Evrópu.

Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. júlí 2021. Umsagnarfrestur í samráðsgátt er til 24. nóvember nk. 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta