Hoppa yfir valmynd
4. maí 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra undirritar samstarfstarfsyfirlýsingu við útivistarsamtök

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, með Sveinbirni Halldórssyni, formanni Samút, og Skúla H. Skúlasyni, framkvæmdastjóra Útivistar. - mynd

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og útivistarsamtök hafa gert með sér endurnýjað samstarf um halda úti samstarfsvettvangi í því skyni að efla lýðræðislega umræðu um náttúru- og umhverfisvernd. Samstarfsyfirlýsing ráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka var upphaflega gerð árið 2001 og undirritaði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, uppfærða yfirlýsingu fyrir hönd ráðuneytisins. 

„Þátttaka almennings er ein af helstu forsendum þess að árangur náist í náttúru- og umhverfisverndarmálum. Þar gegna útivistarsamtök mikilvægu hlutverki, ekki síst þegar kemur að því upplýsa almenning um umhverfismál,“ segir Guðlaugur Þór.  

Í samstarfinu felst meðal annars að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra stendur fyrir samráðsfundum með útivistarsamtökum, sem einnig gefst færi á að kynna sínar áherslur og verkefni. Þá kallar ráðuneytið eftir tilnefningum frá útivistarsamtökum vegna fulltrúa þeirra í fjölskipaðar nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins þar sem við á.

Samút, sem er sameiginlegur samstarfsvettvangur útivistarfélaga, gegnir hlutverki tengiliðs útivistarfélaga við ráðuneytið og á að tryggja aðkomu allra útivistarfélaga sem hafa náttúru- og umhverfisvernd að meginmarkmiði.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta