Föstudagspósturinn 8. júlí 2022
Heil og sæl!
Við heilsum ykkur héðan af Rauðarárstígnum og færum ykkur það helsta sem drifið hefur á daga utanríkisþjónustunnar síðustu tvær vikurnar.
Við byrjum þessa yfirferð á atburðarásinni sem fór af stað á miðvikudagsmorgun 5. júlí þegar fastafulltrúar bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins undirrituðu viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn vegna aðildar Finnlands og Svíþjóðar.
Á rúmum sólarhring voru staðfest eintök undirrituð af forseta Íslands á Bessastöðum, þeim flogið til Bandaríkjanna með flugvél Icelandair og þau afhent í bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington klukkan níu á fimmtudagsmorgni 6. júlí. Ísland var þar með meðal allra fyrstu bandalagsríkjanna til að ljúka staðfestingarferlinu.Today #NATO Allies signed the accession protocols for #Finland and #Sweden. We look forward to working with our Nordic neigbours for the common security of the Euro-Atlantic area. pic.twitter.com/yWXoiOi2B0
— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) July 5, 2022
Thank you @Icelandair for flying over the Instruments of Accession of Finland & Sweden to NATO only a few hours after the 🇮🇸 @PresidentISL ratified these historic documents. Impressive all female crew!
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) July 6, 2022
We look forward to formally deposit them at the @StateDept soon @MFAIceland pic.twitter.com/JQSCnGb93S
Á mikilvægum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Madríd í síðustu viku var samþykkt að bjóða Finnlandi og Svíþjóð aðild að bandalaginu. Á grundvelli þeirrar ákvörðunar lauk aðildarviðræðum í vikunni þar sem ríkin tvö staðfestu þær skuldbindingar sem aðildin felur í sér. Utanríkisráðherra sótti leiðtogafundinn í Madríd ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Today Iceland deposited its Instruments of Accession concerning the membership of #Finland and #Sweden to #NATO to the @StateDept - only a few hours after ratifying them. An important step toward NATO Membership of our Nordic friends. #WeAreNATO #Nordics @Haavisto @AnnLinde pic.twitter.com/B84ALBpc9z
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 6, 2022
Arrived in Madrid for the historic #NATOSummit where Allied leaders will make important decisions in challenging times. This is a huge responsibility. A strong @NATO is the best deterrence against threats & aggression. New realities will be reflected the outcome of this meeting. pic.twitter.com/oO07fUhLw2
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 29, 2022
Á leiðtogafundinum voru sömuleiðis mikilvægar ákvarðanir teknar sem miða að því að styrkja bandalagið í ljósi breytts öryggisumhverfis. Samþykkt var ný grunnstefna Atlantshafsbandalagsins sem meðal annars markar endurskoðaða stefnu gagnvart Rússlandi.
„Á fundinum voru meðal annars ræddar margvíslegar birtingarmyndir þeirra voðaverka sem eru hluti af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Sú hörmulega staða undirstrikar mikilvægi þess að Ísland hugi að sínu öryggi og að við gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að vera verðugir og öflugir bandamenn. Aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur við Bandaríkin eru tryggar stoðir okkar öryggis,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Í tengslum við leiðtogafundinn fundaði utanríkisráðherra með Melanie Joly utanríkisráðherra Kanada, Anitu Anand varnarmálaráðherra Kanada, Wopke Hoekstra utanríkisráðherra Hollands, Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands, og Tönju Fajon utanríkisráðherra Slóveníu, auk Mortens Bødskov varnarmálaráðherra Danmerkur.
Thank you @melaniejoly & @AnitaAnandMP for our enjoyable meeting. 🇮🇸 and 🇨🇦have enjoyed 75 years of friendly and fruitful diplomatic relations, built on historical ties, common values & shared interests. Great to have the opportunity to take stock of our excellent relationship. pic.twitter.com/zMItbsfWEo
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 29, 2022
It was such a pleasure to meet @tfajon on the sidelines of #NATOSummit and discuss our shared interests and areas of cooperation, e.g. on gender equality. Iceland and Slovenia enjoy good relationship which I look forward to developing further. 🇮🇸🇸🇮 pic.twitter.com/hGS5kWycsj
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 29, 2022
Highly constructive meeting with my colleague from Chechia @JanLipavsky at the #NATOSummit in Madrid. We share common values and our countries have long-standing and good trade relations. Our bilateral cooperation can be enhanced even further, e.g. through EEA Grants. 🇮🇸🇨🇿 pic.twitter.com/hFg3EHj9bc
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 30, 2022
Í aðdraganda leiðtogafundarins funduðu utanríkisráðherrar Norðurlandanna í Bodö Noregi þar sem stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu, staða lýðræðis og réttarríkis í Evrópu og mikilvægi alþjóðasamstarfs var ofarlega á baugi.Thank you for inviting us to valuable roundtable discussions of Women Foreign and Defence Ministers from Allied countries @irenefellin. Very pleased to have the opportunity to discuss with my female colleagues about the new security landscape here in Madrid. #WeAreNATO pic.twitter.com/oOURJMfTF5
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 30, 2022
🇩🇰🇫🇮🇳🇴🇮🇸🇸🇪 The Nordic Foreign Ministers’ Meeting in Bodö🇳🇴 today. Among things on the agenda: Russia’s aggression against #Ukraine, the Arctic, democracy & #ruleoflaw in Europe, and Nordic co-operation. Valuable to meet Nordic colleagues ahead of @NATO Summit later this week. pic.twitter.com/KlGRuMU3xW
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 27, 2022
Þann 1. júlí ávarpaði utanríkisráðherra sérstaka umræðu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttinda í Afganistan. Mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna bar hæst í ávarpi ráðherra.
„Síversnandi staða mannréttinda kvenna og stúlkna í Afganistan er gífurlegt áhyggjuefni. Ekkert ríki í alþjóðasamfélaginu neitar stúlkum um grunnskólamenntun með aðeins einni undantekningu, Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ávarpi fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.
Addressing the @UN_HRC #UrgentDebate on Afghanistan on behalf of 🇩🇰🇪🇪🇫🇮🇮🇸🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 1, 2022
"The deteriorating situation for Afghan women & girls is of particular concern. No country denies girls the right to secondary education with one exception, Afghanistan”
👉🏼https://t.co/QXgkbhn8hL pic.twitter.com/HynN9w70po
Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, var einnig á ferð og flugi síðustu tvær vikur. Í byrjun síðustu viku átti hann fund með Qu Dongyu, aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm. Á fundinum voru ræddar áherslur Íslands í starfi stofnunarinnar, meðal annars á sviði fiskveiðistjórnunar, fæðu úr höfunum, málefna smárra eyþróunarríkja, áhrif loftslagsbreytinga á ríki heims og einnig afleiðingar stríðsins í Úkraínu á fæðuöryggi í heiminum og hlutverk stofnunarinnar í þeim málum.
Þá sótti ráðuneytisstjóri alþjóðlega ráðstefnu um uppbyggingu í Úkraínu sem fram fór í Lugano í Sviss í vikunni þar sem hann tilkynnti um 100 milljóna króna framlag í sjóð Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu.
🇺🇦 National Recovery & Development Plan is ambitious & forward-looking. At #URC2022, 🇮🇸 announced an additional 100m krona for Ukraine through the World Bank and pledged its firm support to 🇺🇦's reconstruction. United in recovery! #StandWithUkraine️
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) July 5, 2022
👉https://t.co/5MML9dVvjj pic.twitter.com/TzyT6jAsQO
Sendiskrifstofur okkar hafa haft í nógu að snúast undanfarnar tvær vikur. Þrjár mannskæðar skotárásir hafa hins vegar varpað þungum skugga á störf utanríkisþjónustunnar þessar tvær vikur sem liðnar eru frá síðasta föstudagspósti.
Föstudagskvöldið 24. júní var skotárás gerð fyrir utan skemmtistað í Osló þar sem tveir létust og um tuttugu særðust. Staðurinn er vinsæll samkomustaður hinsegin fólks en hinsegin dagar stóðu yfir í borginni.
„Fólk hér í Ósló er eðlilega mjög slegið en hér er líka mikill samhugur á meðal fólks. Samhugur og samstaða,“ sagði Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra Íslands í Ósló, meðal annars í viðtali við Mbl.is.
Deeply saddened over the vicious shooting against innocent people in #Oslo last night. This deplorable act is an attack on the freedom to love - a precious right that has been hard won. Our thoughts are with the victims and their loved ones. #oslopride 🇳🇴🏳️🌈🇮🇸 @AHuitfeldt
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 25, 2022
Þrjú létust eftir skotárás sem gerð var í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn sunnudaginn 3. júlí síðastliðinn. Ljóst er að Íslendingar voru á staðnum þegar árásin varð, en ekki er vitað til þess að Íslendingur hafi slasast. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins bárust símtöl vegna alls sex Íslendinga sem staddir voru í verslunarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað.
„Danmörk er friðsæll staður og Kaupmannahöfn er örugg. Fólk er slegið yfir þessum atburðum,“ sagði Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Danmörku, í viðtali við Mbl.is. Daginn eftir voðaverkin bauð sendiráðið upp á opið hús fyrir Íslendinga í Jónshúsi þar sem prestur íslenska safnaðarins var á svæðinu ásamt fulltrúum sendiráðsins.
My thoughts and deep sympathy are with our dear Danish friends who have witnessed a terrifying and indiscriminate attack on innocent citizens in Copenhagen today. I send my condolences to the people of Denmark and the families of the victims and all who are hurt and afraid.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 3, 2022
Í dag bárust síðan þær fréttir að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, hafi verið skotinn til bana á kosningasamkomu í borginni Nara í vesturhluta Japans.
„Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir japönsku þjóðina og japönsk stjórnmál. Viðkvæðið virðist hafa verið svolítið meðal almennings að þetta komi fólki mjög á óvart. Enda eru Japanir mjög óvanir slíkum árásum með skotvopn. Þannig að viðkvæðið hefur verið svolítið í fjölmiðlum að Japanir trúa vart sínum eyrum og augum,“ sagði Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Japan, í viðtali við RÚV í dag.
Shocked to learn of the death of former Prime Minister Shinzo Abe. Our thoughts are with his family and friends - and the people of Japan in these dark times. The world will miss this great Japanese statesman.
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) July 8, 2022
I send my heartfelt condolences to the Japanese people and the family and loved ones of former Prime Minister Shinzo Abe. My thoughts are also with our friends @SUZUKIRyotaro1 and his team in Reykjavík. We are all shocked and saddened by this senseless act of violence. 🇯🇵🇮🇸 https://t.co/toq15zO5xF
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 8, 2022
En færum okkur þá yfir í aðeins gleðilegri tíðindi.
Í vikunni hófst árlegur fundur um framfylgd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í höfuðstöðvunum í New York. Fastanefnd Íslands stóð fyrir stafrænum hliðarviðburði um konur og hafið sem haldinn var í samstarfi við félagasamtökin Environmental Defense Fund og tók matvælaráðherra þátt í viðburðinum.
Iceland 🇮🇸 was happy to co-sponsor an #HLPF side-event focusing on the interlinkages of #SDG5 and #SDG14. Informative presentations and panel discussions 👏
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) July 7, 2022
As stated by Minister @svasva: women’s rights and fisheries management are close to the ❤️ of Icelanders. https://t.co/YLlM3wDgSf pic.twitter.com/Xy46DlGWyc
Í síðustu viku lauk hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leiddi sendinefndina og hélt ræðu Íslands við opnunarathöfnina og þá ávarpaði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sömuleiðis ráðstefnuna.
1/7 The UN #OceanConference is coming to an end in Lisbon. Five days of extensive meetings, above all focused on actions we need to #SaveOurOcean."Our Ocean, Our Future, Our Responsibility" pic.twitter.com/DIaqxYlflR
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) July 1, 2022
Fimmtugasta lota mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur staðið yfir í Genf undanfarnar vikur. Þriðja allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi var meðal annars tekin fyrir.
🇮🇸 warmly thanks all States & CSOs that participated in today's adoption of Iceland's third UPR at #HRC50.#HRC is the key platform for the promotion & protection of #HumanRights.
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) June 30, 2022
Iceland remains firmly committed to implementing the #UPR recommendations! pic.twitter.com/GpMW7v13XF
Á meðal mikilvægra samþykkta á vettvangi mannréttindaráðsins er endurnýjað umboð óháðs sérfræðings um réttindi hinsegin fólks.
🇮🇸 celebrates the mandate renewal of #IESOGI. A key mechanism to protect the rights of #LGBTQI+ persons & to ensure that everyone has the right to be who they are & love who they love 🏳️🌈🏳️⚧️. #HRC50!#loveislove❤️🧡💛💚💙💜 pic.twitter.com/xssn1CoMOD
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) July 8, 2022
Fimmtugustu lotu mannréttindaráðsins lauk síðan fyrr í dag.
It’s a wrap! #HRC50 concluded today, with adoption of key resolutions for the advancement of #HumanRights despite unprecedented pushback.
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) July 8, 2022
🇮🇸 will continue to advocate for #HumanRights4all, incl. rights of women & girls ♀ and LGBTQI+ persons 🏳️🌈🏳️⚧️. pic.twitter.com/9ceOJWFeEz
Í París fór fram undirbúningsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umbreytingu á menntun. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sótti ráðstefnuna fyrir Íslands hönd og tók virkan þátt. Þar að auki sótti Inga Huld Ármann, ungmennafulltrúi í málefnum barna og ungmenna, ráðstefnuna fyrir hönd ungs fólks á Íslandi.
Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, sótti móttöku í utanríkisráðuneytinu þar sem hún hitti meðal annars Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Active participation of young people is key for #TransformingEducation 📚
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) June 30, 2022
📷 Inga Huld Ármann, delegate from National Youth Council of #Iceland, & Ásmundur Einar Daðason, 🇮🇸 Minister of Education & Children, at Pre-Summit @UNESCO in Paris leading up to @UN Summit in September. pic.twitter.com/S6WBUsUJRq
María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Berlín, fundaði með Kornelia Haugg, ráðuneytisstjóra í mennta- og vísindamálaráðuneyti Þýskalands, þar sem meðal annars var rætt um samstarf þjóðanna á fyrrnefndum sviðum.Great pleasure to attend a reception @StateDept the other day! Thank you @SecBlinken and Ms. Evan Ryan for hosting us 🇮🇸🇺🇸 pic.twitter.com/v722Ftjtsy
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) July 5, 2022
Staatssekretärin im @BMBF_Bund Kornelia Haugg und Botschafterin @mariaerlamar trafen sich zum Austausch über die Zusammenarbeit Deutschlands und Islands im Bereich Forschung und Bildung.#island #deutschland #bildung #forschung #islandindeutschland #bmbf pic.twitter.com/HantCBPZgM
— Island in Deutschland 🇮🇸 (@IcelandinBerlin) July 1, 2022
Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, færðu bókasafninu í Whitehorse bókagjöf í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Kanada.
Fastanefnd Íslands í Strassborg barst óvæntur liðsauki í síðustu viku.Today in Whitehorse 🇮🇸's Minister for Culture and Business Affairs and 🇮🇸's Ambassador to Canada presented a gift from @IcelandinCanada of 30📚written by 🇮🇸 authors to the @WhitehorseLibrary alongside @yukonrpmostyn. The gift mirrors one from @CanadaIceland shared this year. pic.twitter.com/TUqg7KGFPo
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) June 30, 2022
This handsome #stork came by our office for a visit!
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) June 28, 2022
He’s not showing any interest in leaving so we might offer him an internship. #Strasbourg #StorksofStrasbourg #Alsace pic.twitter.com/42tvj10YQu
Turns out our new #stork intern was a bit too young for employment. He stayed at our 🏠 through the night with food & water & he had a good 😴 until he was picked up by Groupe SACPA for further care. We wish him a long & happy stork life in #Strasbourg
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) June 29, 2022
We miss him already! ❤️ pic.twitter.com/mQax7HUhxi
Hinsegin dagar fóru fram víða síðustu vikur, meðal annars í New York:
Happy Pride to every one of us! Our hearts go out to all those who still don’t believe that love will conquer all in the end. #Iceland represented at #NYCPride2022 along with @UN #LGBTI Core Group and @OutRightIntl Forever supporting #HumanRights for all ❤️🧡💛💚💙💜 #LoveisLove pic.twitter.com/R5b0fTnmUs
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 26, 2022
Og London:
Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, ásamt níu öðrum sendiherrum og Chargés d‘Affaires í Rússlandi, sendi frá sér yfirlýsingu til stuðnings réttindum hinsegin fólks.
Ísland tók við formennsku í fastanefnd EFTA í Brussel þann 1. júlí síðastliðinn. Af því tilefni efndi Kristján Andri Stefánsson sendiherra til móttöku fyrir alla helstu samstarfsaðila í EES-samstarfinu, bæði hjá EFTA og ESB.
Sendiráð Íslands í Malaví styrkti samtökin Sun Fire Social með reiðhjólum.
Norræna danslistahátíðin Ice Hot fór fram í Helsinki á dögunum. Þónokkrir íslenskir dansarar tóku þátt í hátíðinni í ár; Rósa Ómarsdóttir, danshópurinn Marble Crowd, Katrín Gunnarsdóttir, Anna Kolfinna Kuran, Saga S.dóttir og Inga Huld Hákonardóttir.
Tvær skýrslur komu út á vegum ráðuneytisins á síðustu tveimur vikum. Annars vegar Ársskýrsla utanríkisráðherra 2021 og hins vegar Ársskýrsla GRÓ 2020-2021.
Við segjum þetta gott í bili!
Góða helgi,
Uppló