Samningur um skipulagða leit að krabbameinum í leghálsi og brjóstum
Sjúkratryggingar Íslands hafa gengið frá samkomulagi við Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands um framlengingu á samningi um skipulagða leit að krabbameinum í leghálsi og brjóstum í þeim tilgangi að draga úr sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra völdum. Frá þessu er sagt í tilkynningu á vef Sjúkratrygginga Íslands.
Núgildandi samningur hefur gilt frá ársbyrjun 2014. Með framlengingunni er búið að tryggja þjónustu út árið 2020. Eins og fram kemur í tilkynningu ætti að liggja fyrir niðurstaða verkefnastjórnar sem Embætti landlæknis og skimunarráð lögðu til að ráðherra skipaði til að fara yfir tillögur þeirra að breyttu skiplagi, stjórnun, staðsetningu og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum. Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur verið boðin aðkoma að þeirri vinnu.