Hoppa yfir valmynd
9. mars 2022

Nýköpun í læknisfræði og heilbrigði

Nýsköpun og ný framleiðsla í læknisfræði og heilbrigði á Íslandi var viðfangsefni málstofu á vegum sendiráðs Íslands í Nýju-Delí í samvinnu við Indversk-íslenska viðskiptaráðið í dag. Fjögur íslensk fyrirtæki kynntu nýjungar og nýja framleiðslu: Risk Medical Solutions (Retina Risk), IceHealth, GeoSilica og Össur. Á meðal hinna 25 þátttakenda voru kunnir indverskir læknar, dr. Suninter Singh Arora frá Batra-sjúkrahúsinu í Nýju-Delí og dr. Rajiv Raman frá Sankara Nethralaya Eye Hospital í Chennai. Í inngangsorðum sínum kynnti Guðni Bragason sendiherra áherslur íslenskra stjórnvalda í nýsköpun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta