Hoppa yfir valmynd
26. júní 2007 Innviðaráðuneytið

Gengið gegn umferðarslysum

Hjúkrunarfræðingar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi efna í dag til fjöldagöngu gegn umferðarslysum til að vekja almenning til umhugsunar um afleiðingar hraðaksturs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Skipulagðar eru göngur í Reykjavík og á Akureyri.

Með göngunum er minnst þeirra sem farist hafa í umferðinni og samstaða sýnd þeim sem hafa slasast alvarlega. Gangan í Reykjavík hefst kl. 17 við sjúkrabílamóttöku Landspítala við Eiríksgötu og flytur Bríet, Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild LSH, ávarp áður en lagt er af stað. Gengið verður að Landspítala í Fosssvogi og þar flytur ávarp Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri. Gert er ráð fyrir að gangan taki um klukkustund. Á Akureyri verður safnast saman klukkan 17 við þyrlupall FSA og gengið að Ráðhústorgi.

Forráðamenn göngunnar segja að með henni sé skorað á landsmenn að taka sér tak, fyrst og fremst með því að aka ekki hraðar en lög og aðstæður leyfa og setjast aldrei undir stýri undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja.

Samgönguráðuneytið hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að ganga með.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta