Greining ESB á stöðu rafrænna reikninga
Í mars 2009 gaf stjórnarsvið markaðsmála ESB (DG-MARKT) út 353 blaðsíðna greiningu sína á kröfum til rafrænna reikninga fyrirtækja í tengslum við rafræn innkaup opinberra aðila. PWC (Price Waterhouse Coopers) tók saman á kostnað IDABC.
Sýnt er fram á þarfir og lausnir ýmissa landa og tekið viðtal við fulltrúa þeirra, þ.á.m. Danmerkur, Finnlands, Íslands Spánar, Svíþjóðar, Bretlands, Belgíu, Frakklands, Sviss, Ungverjalands, Noregs, Ítalíu og Lettlands.
Rætt er við hagsmunaaðila, sem styðja við rafræna reikninga (IBM, SAP, o.fl.) og fjallað um þarfir stórra og smárra fyrirtækja (SME).
Sagt er frá stöðlunarverkefnum á vegum NES, CEN Staðlasamtaka Evrópu, UN/CEFACT, OASIS, ISO, Finvoice, Svefaktura, E2B Norðmanna, OIOUBL Dana, SWIFT, GS1 o.m.fl. Einnig er sagt frá samrunaverkefni UN/CEFACT og UBL.
Einn kafli er helgaður lagalegum þörfum vegna rafrænna reikninga í viðskiptum á milli landa.
Seinni helmingur skjalsins fjallar um kröfur þær og skilyrði sem gera þarf til rafrænna reikningakerfa og bent á hvers vegna viðskiptalíkön eru ekki síður mikilvæg en tæknileg gagnalíkön. Aftarlega er greinargott safn skammstafana og heimildavísana auk fjölda viðauka.
Ítarlegt og greinargott yfirlit yfir vinnu við innleiðingu rafrænna reikninga í Evrópu: http://ec.europa.eu/idabc/servlets/Doc9a95.pdf?id=32108