Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2011 Innviðaráðuneytið

Landsumgjörð um samvirkni í rafrænni þjónustu

Verkefnið er uppbygging á landsumgjörð þar sem markmiðin eru að:

byggja upp þekkingu á samvirkni og lykilþáttum landsumgjarðar

stofna til samstarfs um slíka umgjörð

móta tillögu að fyrirkomulagi til framtíðar

Í meginatriðum inniheldur slík landsumgjörð samkomulag hagsmunaaðila um viðmið í rafrænni þjónustu, í þeim tilgangi að auka samvirkni í samskiptum og miðlun gagna á milli hagsmunaaðila. Viðmiðin eru gjarnan vísun í staðla og forskriftir sem mikilvægt er að byggja á til að lausnir verði samvirkandi.

Meðal þeirra verkefna sem sett eru í forgang eru flutningur og miðlun skeyta, vefþjónusta og viðmið fyrir rafræn viðskiptaskjöl (reikning, pöntun o.fl.). Vinnuhópar gera tillögu að vali á viðmiðum og rökstyðja notagildi þeirra fyrir samfélagið. Lögð er áhersla á að byggja á því sem þegar hefur verið gert.

Vinnuhópur ICEPRO hefur nýlokið störfum og verður gögn hópsins birt í fyrstu drögum að heildarskjali um landsumgjörðina, sem eru væntanleg í maí/júní. Fleiri vinnuhópar eru að störfum, t.d. hjá Fagtaðlaráði í Upplýsingatækni (FUT). "Landsumgjörð um samvirkni" er þýðing á "National Interoperability Framework" (NIF).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta