Þing hagsmunaaðila um rafræna reikninga
Vakin er athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að halda þing fjölhagsmunaaðila um rafræna reikninga (Multi-Stakeholder Forum on e-invoicing) í sumar.
Framkvæmdastjórnin vill fá skýra stefnu um rafræna reikninga, jöfnuð raf- og pappírsreikninga o.fl. Til þess þarf að skipa hóp sérfræðinga.
Enn hefur ekki verið boðað formlega til þingsins, en málið var m.a. rætt á nýafstöðnum fundi NES um miðjan apríl. Þar mætti m.a. Antonio Conte, verkefnisstjóri framkvæmdastjórnarinnar í stefnumálum ESB fyrir umsvif og iðnað.
Verkefni þings og sérfræðingahóps verður m.a. að:
fylgjast með þróun lausna og innleiðingar rafrænna reikninga
skiptast á reynslu í góðum starfsháttum
finna lausnir á vandamálum við millilandaviðskipti
styðja við staðlað gagnalíkan fyrir rafræna reikninga
Framkvæmdastjórnin mun funda með vinnuhópnum vegna:
lögfræðilegra atriða
viðskiptaferla
stuðnings við lítil og meðalstór fyrirtæki (SME)
o.fl.
Þingið verður skipað 63 fulltrúum, tveim frá hverju ESB landi og níu frá fulltrúum Evrópskra og þjóðlegra samtaka. Íslandi og Noregi býðst að tefla fram áheyrnarfulltrúum. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum: