Hoppa yfir valmynd
21. október 2019

Forseti Íslands viðstaddur íslenska leiksýningu í Vínarborg.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sótti frumsýningu á leikverkinu Edda eftir Mikael Torfason undir leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar í Burgtheater í Vínarborg 19. október. Verkið byggir á norrænu goðafræðinni, eins og nafnið bendir til, en einnig á lífsreynslu höfundarins. Burgtheater í Vín er eitt virtasta leikhús í Evrópu og mun þetta vera í fyrsta sinn, sem íslenskt verk er sýnt þar.
 
Guðni Bragason, fastafulltrúi í Vínarborg, hélt hádegisverðarboð til heiðurs forseta daginn eftir frumsýninguna. Í ávarpi sínu sagði fastafulltrúi, m. a., að Mikael og Þorleifur ættu þakkir skyldar fyrir að færa nýrri kynslóð norræna sagnaarfinn, sem hefði auðgað evrópska menningu og mætti ekki falla í gleymsku.

 

Hádegisverður til heiðurs forseta í bústað fastafulltrúa: Boðið sátu m. a. Martin Kusej leikhússtjóri Burgtheater, Nadja Bernhard, fréttakona ORF-sjónvarpsstövarinnar,  aðstandendur sýningarinnar, þ. á m. Mikael Torfason rithöfundur, Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, Elma Stefánía Ágústsdóttir leikkona við Burgtheater og Karen Briem búningahönnuður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta