Hoppa yfir valmynd
3. júní 2015 Innviðaráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Þrír ráðherrar skrifuðu undir samning um stuðning við átak um netnotkun ungmenna

Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra skrifuðu í dag undir samning við fulltrúa Heimila og skóla – landssamtaka foreldra, Rauða krossins á Íslandi, Ríkislögreglustjóra og Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Felur samningurinn í sér fjárstuðning ráðuneytanna við vakningarátak um örugga og jákvæða notkun netsins og annarra nýmiðla meðal barna og unglinga. Undirritunin fór fram við athöfn í Sjálandsskóla í Garðabæ. Heimili og skóli munu stýra samstarfinu en samtökin hafa leitt verkefnið frá árinu 2004.

Við athöfnina söng kór nemenda Sjálandsskóla.
Við athöfnina söng kór nemenda Sjálandsskóla.

Samningurinn snýr að rekstri SAFT verkefnisins á Íslandi, sem er vakningaráktak um örugga tækninotkun barna og unglinga, en markmið og viðfangsefni SAFT er að reka vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun netsins meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, fjölmiðla og þeirra sem starfa við upplýsingatækni.

Ráðherrarnir stilltu sér upp við heilræði sem þeir vildu koma á framfæri með hjálp nemenda í Sjálandsskóla.Jafnframt að berjast gegn ólöglegu efni á netinu og að veita börnum og ungmennum aðstoð í gegnum hjálparlínu.

Þrjú verkefni sameinast í SAFT: hjálparlína, ábendingalína og vakningarátak.

Meðal helstu verkefna SAFT sem unnin verða á næsta verktímabili eru:

  • Ný SAFT könnun þar sem lögð er áhersla á að kortleggja netnotkun barna og unglinga, þ.m.t. notkun spjaldtölva og farsíma. Slík könnun var fyrst framkvæmd árið 2003, svo aftur 2007, 2009 og 2013.
  • Vinna og kynna kennsluefni þar sem fjallað er um rafrænt einelti og ábyrga og jákvæða notkun netsins.
  • Vinna kennsluefni og heilræði til uppalenda tengd hatursorðræðu á netinu í samstarfi við önnur Norðurlönd. Einnig mun SAFT útbúa kennsluefni og heilræði til uppalenda er varða miðlalæsi í norrænu samstarfi.
  • Ungmennaráð mun áfram sinna jafningjafræðslu um land allt og öflugt fyrirlestrarteymi SAFT tekur að sér að halda fræðsluerindi fyrir foreldra, kennara skólastjórnendur og aðra.
  • Áfram verður markvisst unnið að því að kynna ábendingahnapp/ábendingalínu og tryggja þannig að allir landsmenn þekki með hvaða hætti er hægt að tilkynna óviðeigandi og ólöglegt efni á netinu. Barnaheill og Ríkislögreglustjóri veita þessum verkhluta forstöðu.
  • Ráðgjafarlínaverkefnisins verður opin alla daga vikunnar og allan sólarhringinn en það er nú mögulegt með þátttöku sjálfboðaliða hjálparlínu 1717 hjá Rauða krossinum.
  • Fram til þessa hefur verkefnið árlega dreift um land allt fræðsluefni á öll þrjú stig grunnskóla, án endurgjalds, og mun sú vinna halda áfram.

Undir samninginn skrifuðu þau Hrefna Sigurjónsdóttir, Ólöf Nordal, Illugi Gunnarsson og Eygló Harðardóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta