Hoppa yfir valmynd
30. júní 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Kanna möguleika á samstarfi í lyfjamálum

Íslendingar og Norðmenn hafa ákveðið að kanna nánar möguleika á samstarfi á sviði lyfjamála, þ.á.m. innkaupa. Bjarne Håkon Hansen, heilbrigðisráðherra Noregs, og Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, ákváðu á óformlegum fundi sínum í morgun að setja niður starfshóp sem á að kortleggja möguleikana á samstarfi landanna á sviði lyfjamála. Þegar hefur verið ákveðið að af hálfu Íslands taki Einar Magnússon, lyfjamálastjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala, þátt í undirbúningsvinnunni. Fundur ráðherranna var haldinn í tengslum við fund norrænu félags- og heilbrigðisráðherranna sem lauk í Reykjavík síðdegis.

Bjarne Håkon Hansen á fundi norrænu ráðherranna

 

 

 

 

 

 


Bjarne Håkon Hansen á fundi norrænu ráðherranna



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta