Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ísland undirritar yfirlýsingu um framtíð internetsins ásamt 58 öðrum ríkjum

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Tilkynnt hefur verið að Ísland hefur gerst aðili að yfirlýsingu um framtíð internetsins sem er pólitísk skuldbinding samstarfsaðila um að efla og viðhalda interneti sem er opið, frjálst, alþjóðlegt og öruggt. Markmiðið er að internetið styrki þannig lýðræðislegar meginreglur, mannréttindi og grundvallarfrelsi.

Meðal þeirra ríkja sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna eru öll ríki innan Evrópusambandsins, Bandaríkin, Kanada og Japan og hafa þau skuldbundið sig til að halda uppi ýmsum lykilreglum, sem tengjast meðal annars mannréttindum, baráttu gegn netglæpum og óheftum aðgangi að internetinu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

 


Þessi frétt var skrifuð af Söru Jóhönnu Geirsdóttur Waage nemanda í 10. bekk Hvolsskóla sem kom í starfskynningu í ráðuneytið.

  • Ísland undirritar yfirlýsingu um framtíð internetsins ásamt 58 öðrum ríkjum - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta