Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samhæfing þjónustu við börn með þroska- og geðraskanir

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að samhæfa þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Markmiðið er að tryggja betur samfellda þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra með reglubundnu samstarfi þeirra sem veita þeim þjónustu.  

Kveikjan að stofnun nefndarinnar er sú að nokkur sveitarfélög hafa vakið athygli ráðuneytisins á því að fámennur hópur barna og fjölskyldna þeirra hafi mikla þörf fyrir öflug og samhæfð úrræði sem tryggja þurfi betur en nú er gert með samfelldri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að skilgreina ábyrgð einstakra þjónustuveitenda og koma á reglubundnu samstarfi ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustunnar. Þau börn sem um ræðir geta sum hver ekki búið heima hjá foreldrum sínum og þarfnast sérsniðinna lausna. Mikilvægur þáttur í starfi nefndarinnar er að vinna að hagsmunum þessara barna og fjölskyldna þeirra, tryggja þeim samfellda þjónustu og örugga búsetu. 

Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, Barna- og unglingageðdeild Landspítala, Barnaverndarstofu, Barnavernd Reykjavíkur, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Sambandi sveitarfélaga, og Geðsviði Landspítala.

Fyrsti fundur nefndarinnar verður haldinn 6. desember næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta