Hoppa yfir valmynd
1. júní 2018

Tónleikar Dómkórsins í París

"Heyr, himna smiður", lagið sem Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013) samdi við hinn forna sálm eftir Kolbein Tumason (1173-1208), verður flutt ásamt öðrum íslenskum og erlendum kórverkum á tónleikum Dómkórsins í Saint-Étienne-du-Mont kirkjunni í París þann 10. júní næstkomandi kl. 15. Á efnisskránni verður einnig Requiem eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé sem var organisti við þessa sögufrægu kirkju fram að andláti sínu árið 1986. Vincent Warnier sem er núverandi organisti við kirkjuna og jafnframt virtur organisti á alþjóðavettvangi, mun spila með kórnum í sálumessunni.

Stjórnandi: Kári Þormar. Orgel: Vincent Warnier. Einsöngvarar: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran og Jón Svavar Jósefsson.

Aðgangseyrir: 15 evrur, 10 evrur fyrir námsmenn og atvinnulausa, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Selt verður inn við innganginn á tónleikadag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta