Teymi eitt: 6. fundur um fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána
- 6. fundur teymis um fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána á Íslandi
- í verinu, fundarsal velferðarráðuneytis 5. desember 2013, kl. 14:00 - 15:30
- Mættir: Benedikt Sigurðarson frá Búseta á Norðurlandi, Guðmundur Pálsson frá efnahags- og fjármálaráðuneyti, Gylfi Arnbjörnsson frá Alþýðusambandi Íslands, Hrafnkell Hjörleifsson frá velferðarráðuneyti, Ingólfur Arnarson frá Sambandi sveitarfélaga, Jóhann Már Sigurbjörnsson frá Samtökum leigjenda á Íslandi, Kristjana Sigurðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Magnús Sædal Svavarsson frá Húseigandafélaginu, Sigurður Jón Björnsson frá Íbúðalánasjóði, Þórarinn Einarsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.
-
Fundargerðum er ætlað að gera umræðum sem eiga sér stað á fundum skil og þau atriði sem fram koma þurfa ekki að endurspegla skoðanir teymisins í heild.
Frásögn af fundi:
Farið var yfir dagsetningar um áframhaldandi starf hjá teyminu. Farið var yfir þær sviðsmyndir sem greiningarvinnan á skila af sér í lok desember.
- Aðilar fundarins voru sammála um að blanda ekki saman vandamálum fortíðar við lausn til framtíðar.
- Það hafa ekki allir efni á séreign en það þurfa ekki allir félagslega aðstoð. Það vantar eitthvað þarna á mili. Varðandi núverandi leigukerfi þá er alltaf milliliður sem gerir það að verkum að kostnaður hækkar til neytandans. Vantar kerfi til að það sé valkostur að vera á leigumarkaði en ekki afleiðing vegna þess að einstaklingur stóðst ekki greiðslumat vegna kaups á fasteign.
- Varðandi danska kerfið, þá erum við óvön svona opnu kerfi. Lífeyissjóðir vilja fjármagna til langstíma en í danska kerfinu eru miklir möguleikar til endurfjármögnunar. Ófyrirsjáanleikin er það sem truflar. Erfitt að meta líftíma á svona sem og ávöxtunarkröfu á það. Fjölbreytinin er góð en hvernig á fjármagna kerfið.
- Erum að leggja til kerfi sem fjármagnar lánveitingar til mismunandi búsetu. Tryggja fjármögnun þannig að hægt er að ná niður kröfu á verktakadrifna framlegð. Verður að vinna á langtímasamning á þekktum kjörum.
- Spurt var hvort nefndarmenn teldu að það væri kostur sem væri betri að vinna út frá heldur en danska kerfið. Nefndarmenn eru sammála um að danska er það kerfi sem hægt væri að vinna út frá og aðlaga að íslenskum markaði.
- Eins og staðan er í dag eru ekki forsendur til að segja til hvaða kerfi eigi að leggja til.
- Nauðsynlegt er að setja ramma um fasteignalán. T.d. að vaxtabreytingar þurfa að fara eftir ákveðnum og þekktum viðmiðum. En ekki þannig að hver geti ákveðið vaxtabreytingar eftir sínu höfði.
- Umræður um byggingarreglugerðir. Nefnt hefur verið á fyrri fundum að byggingarreglugerðin sé valdur auknum kostnaði en ekki eru allir fundarmenn sammála því. Aðrir vilja meina að t.d. gatnagerðagjöld séu tekin inn á of skömmum tíma sem veldur auknum kostnaði við byggingu.
- Húsnæði á Íslandi hefur nær alltaf verið fjármagnað af lífeyissjóðum. Skiptir ekki máli hvort það sé dýrt eða ódýrt húsnæði.
- Umræður um persónulegar ábyrgðir. Hversu langt eigi að ganga í að sækja á einstaklinginn vegna vanskila á greiðslum vegna húsnæðis.
- Þurfum að auka sparnað. Nýjasta útspil ríkisstjórnar er að leyfa einstaklingum að nota séreign sem sparnað fyrir fasteign. Er möguleiki að gera meira?
- Þurfum kerfi sem tvinnar saman hagsmuni lánveitanda og lántaka. Vegna nýrra laga um neytendalán er greiðslumat orðið stífara og fleiri munu ekki standast greiðslumat. En eins og staðan er er ekki ódýrari að leigja heldur en að greiða af láni. Vandamálið er eiga fyrir þessu 10-20% eiginfjárframlagi frá kaupendum.
Næsti fundur verður mánudaginn 6. janúar kl. 14:00-16:00.
Fleira var ekki tekið fyrir.