Föstudagspóstur 2. febrúar 2024
Heil og sæl,
Aftur er föstudagspósturinn tvöfaldur og sem fyrr barmafullur af góðum fréttum af því mikilvæga starfi sem utanríkisþjónustan og sendiskristofur Íslands vinna fyrir hönd okkar Íslendinga um víða veröld.
Byrjum á unga fólkinu, þau eru jú framtíðin.
Í vikunni fór fram verðlaunaafhending í samkeppni ungs fólk um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir mannréttindi og frið. Það voru þau Þröstur Flóki Klemensson, nemandi við Háteigsskóla með söguna sína um Anahi og Berglindi og Eybjört Ísól Torfadóttir, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík með smásögur sínar um heimsmarkmiðin sem báru sigur úr býtum en alls bárust tæplega 40 frábærar tillögur í keppnina af öllu landinu frá nemendum á grunn- og framhaldsskólastigi. Greint var frá keppninni í Heimsljósi, fréttaveitu okkar um þróunar- og mannúðarmál.
Þau góðu tíðindi urðu einnig að Tyrkland samþykkti inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tók þeirri ákvörðun að sjálfsögðu fagnandi. Þá stendur Ungverjaland eitt eftir en bandalagsríkin þurfa öll að samykkja umsóknina.
Iceland welcomes the important step taken by the Grand National Assembly of Türkiye today. We look forward to welcoming Sweden as a NATO Ally very soon, making the Alliance stronger and safer. https://t.co/zqxkjHczxN
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) January 23, 2024
Alþjóðadómstóllinn kvað upp úrskurð um bráðabirgðaráðstafnir á Gaza svæðinu í vikunni. Ákvörðunin er til marks um þá neyð sem ríkir á Gaza og skyldur stríðandi fylkinga til að vernda borgara. Íslensk stjórnvöld virða ákvörðun dómstólsins og kalla eftir því að farið verði eftir henni.
The Order of @CIJ_ICJ on provisional measures is a testament to the dire situation in Gaza & the obligations of the parties to the conflict to protect civilians. 🇮🇸 respects the Court's Order and calls for its full and effective implementation.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) January 26, 2024
Statement: https://t.co/mLhE748Z33
Í ár eru liðin 35 ár frá því að þróunarsamvinna á vegum íslenskra stjórnvalda hófst fyrst í Malaví. Í hverri viku flytjum við fréttir af verkefnum sem við ættum öll að vera stolt af að eiga hlut í.
Þessa vikuna sögðum við til að mynda frá því að íslensk stjórnvöld hafi veitt 50 m.kr. viðbótarframlag í sérstakan sjóð Alþjóðabankans og ríkisstjórnar Malaví sem fjármagnar aðgerðir til að styðja þau allra fátækustu í landinu.Ísland og Bandaríkin eru stofnaðilar að þessum sjóði sem komið var á fót árið 2022 og var stofnaður á ögurstundu fyrir malavískan efnahag. Ísland hefur skuldbundið sig til að leggja til sjóðsins 420 m.kr. yfir þriggja ára tímabil.
Íslensk stjórnvöld hafa líka ákveðið að hefja samstarf við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála í Úganda sem jafnframt stuðlar að auknu fæðuöryggi fátækra skólabarna. Orkusparandi eldunaraðstaða verður sett upp í tugum skóla og þúsundir trjáa gróðursett á einu snauðasta svæði landsins.
Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu og Davíð Bjarnason, skrifstofustjóri tvíhliða samstarfs heimsóttu sendiskrifstofu Íslands í Malaví. Með heimsókninni er lögð áhersla á farsæla samvinnu Malaví og Íslands á sviði þróunarmála sem eins og fyrr sagði hefur nú staðið yfir í 35 ár.
Meðal verkefna í Mangochi héraði sem Ísland styður er bygging nýs skrifstofuhúsnæðis fyrir stjórnvöld í Malaví. Verkefnið er táknrænt fyrir samvinnu Ísland með stjórnvöldum í Malaví en hún felst ekki hvað síst í að auka getu samstarfshéraðanna til að þjóna betur sínum íbúum.
Nýir rammasamningar um áframhaldandi stuðning íslenskra stjórnvalda við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF) og Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) til næstu fimm ára voru undirritaðir í síðustu viku. OCHA og Neyðarsjóðurinn eru meðal áherslustofnana Íslands á sviði mannúðarmála. Samkvæmt samningunum munu kjarnaframlög íslenskra stjórnvalda til hvorrar stofnunar nema að minnsta kosti 120 milljónum króna árlega á tímabilinu 2024-2028.
Og það voru aldeilis ekki einu samningarnir sem undirritaðir voru fyrir Íslands hönd á dögunum. Uppfærðum fríverslunarsamningi EFTA ríkjanna við Chile var líka fagnað í Genf.
Congratulations to the hard working negotiation teams of the #EFTA states and #Chile for concluding this important and timely modernisation of our #FTA. https://t.co/XqUSmcT6RG
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) January 22, 2024
Auðlindir hafsins voru til umræðu hjá fastanefnd Íslands í Genf en Ísland er stoltur stuðningsaðili sjóðs sem hefur það meðal annars að markmiði að koma í veg fyrir ofveiði.
Iceland is a proud contributor to the Fish Fund. We are looking forward to work with @wto members to realise the Fisheries Subsidies Agreement´s aim to #StopFundingOverfishing https://t.co/O9gY621Ix5
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) February 1, 2024
Fyrsti fundur fastaráðs Öryggis- og samvinnustofnunar (ÖSE) á þessu ári var haldinn í Vínarborg 25. janúar síðastliðinn Var þetta jafnframt fyrsti fundur fastaráðsins í formennskutíð Möltu sem tók við formennskunni í ÖSE um áramótin. Helga Hauksdóttir, fastafulltrúi gagnvart ÖSE, flutti ávarp fyrir hönd Íslands á fundinum. Þar var innrás Rússlands í Úkraínu fordæmd sem og fráhvarf þeirra frá alþjóðlegum skuldbindingum og gildum. Ísland hvatti Rússland til að láta af árásum, draga herlið sitt til baka frá Úkraínu og hafa alþjóðlegar skuldbindingar í heiðri. Þá vék fastafulltrúi að mikilvægi ÖSE fyrir öryggi í Evrópu.
Nú fer hver að verða síðastur til að tilnefna einstakling, samtök eða stofnun til hinna glænýju Vigdísarverðlauna en fresturinn til þess rennur út þann 15. febrúar. Sendiskrifsofur okkar lögðust allar á eitt að dreifa fréttum um verðlaunin sem víðast.
Þórir Ibsen sendiherra Íslands í Kína tók þátt í hringborðsumræðu CCG hugveitunnar í Peking tilefni af útgáfu bókar með greinum sendiherra í Kína. Kafli Þóris fjallar um jarðvarmasamstarf Íslands og Kína
Honoured to participate in @CCG_org rountable at the launch of The Future of China’s Development & Globalisation: Views from Ambassadors in China. In the book I address the successful climate cooperation of 🇮🇸&🇨🇳 esp industrial cooperation in the areas of geothermal energy & CCSU pic.twitter.com/yScJodAG2G
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) January 23, 2024
Þá var hann gestur í sjónvarpsþættinum Connections og ræddi um jafnréttismál á Íslandi, bókmenntir og margvíslega nýtingu jarðvarma
It was a pleasure to talk about 🇮🇸Icelandic society, gender equality, literature, geology and geothermal economy with Mei Qing and her colleagues on the Connections television show. pic.twitter.com/W4GxUy7QW6
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) January 25, 2024
Loks hélt sendiráðið í Peking fyrsta fjarfund ársins með ræðismönnum umdæmisins, og að þessu sinni með þátttöku Íslandsstofu.
Productive new year online meeting with the Honorary Consuls in the jurisdiction of the Embassy of 🇮🇸Iceland in Beijing : Hong Kong 🇭🇰 Mongolia 🇲🇳 Thailand 🇹🇭 Vietnam 🇻🇳, with the participation of Business #Iceland pic.twitter.com/59qQ2kSa5f
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) January 25, 2024
Sendiherra Íslands í Berlín María Erla Marelsdóttir bauð sendiherrum Norðurlandanna og Dr. Philipp Nimmermann, ráðuneytisstjóra í þýska viðskipta- og loftslagsráðuneytinu á fund þar sem meðal annars var rætt var um stöðu orkumála og helstu áskoranir framundan. Í lok fundar þótti við hæfi að að taka skemmtilega mynd fyrir framan saunu sem var verið að smíða fyrir finnska sýningu um Sauna sem verið var að setja upp í samnorræna húsinu í Berlín.
In dieser Partnerschaft steckt Energie! Wir danken Philipp Nimmermann (@BMWK ) für den guten Austausch in den #nordischeBotschaften. pic.twitter.com/j0ssx5VHfH
— Island in Deutschland 🇮🇸 (@IcelandinBerlin) January 26, 2024
Þá bauð hún einnig sendiherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna til fundar með forseta öryggisráðstefnunnar í München, Dr. Christoph Heusgen. Á fundinum var rætt um öryggisráðstefnuna sem haldin verður í München 16. – 18. febrúar næstkomandi.
T-minus-23-Tage bis #MSC24. Höchste Zeit für einen Austausch im nordisch-baltischen Kreis mit unseren Freunden von der Münchner Sicherheitskonferenz. #NB8 pic.twitter.com/vmdKozBYrl
— Island in Deutschland 🇮🇸 (@IcelandinBerlin) January 23, 2024
Á dögunum fór fram í þriðja sinn norræna kvikmyndahátíðin Polarise í Brussel. Þrjár íslenskar myndir voru sýndar á hátíðinni; Volaða land (e. Godland) sem var framlag Íslands til Óskarsverðlaunana þetta árið, stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttir, en hún vann nýlega til verðlauna á Cannes kvikmyndahátíðinni og síðast en ekki síst Northern Comfort í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem meðal annars skrifaði og leikstýrði París norðursins og Undir trénu.
Þann 30. janúar síðastliðinn héldu European Free Trade Association - EFTA og EFTA Surveillance Authority sameiginlega ráðstefnu um þróun kolefnisföngunar og geymslu (CCS – Carbon Capture and Storage) á Evrópska efnahagssvæðinu. Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni ásamt Kadri Simson, orkumálastjóra ESB, og Terje Aasland orkumálaráðherra Noregs. Er þetta fyrsti viðburðurinn sem markar 30 ára afmæli EES-samningsins í ár!
Harald Aspelund bauð heim í sendiráðsbústaðinn góðum gestum til að halda upp á finnsk-íslenska rithöfundinn Satu Rämö en bókaröð hennar um Hildi hefur farið sigurför um heiminn.
Þá sótti hann opnun í Tartu, Eistlandi, sem er menningarborg Evrópu árið 2024. Meðal gesta frá Íslandi var Rósa Guðbjartsdóttir, borgarstjóri Hafnarfjarðar, vinabærjar Tartu.
Harald lét ekki þar við sitja heldur var einnig viðstaddur Planet Youth viðburð í Sipoo, sem mun vera fyrsta umdæmið í Finnlandi sem tekur upp hið svokallaða íslenska módel til að styðja við réttindi barna og ungmenna.
Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðasamskiptum við Hákóla Íslands var stödd í Helsinki í vikunni þar sem hún tók þátt í pallborðsumræðum ásamt norrænum kollegum á ráðstefnu sem bar yfirskriftina Militarism, Gender and War in the Nordics. Harald Aspelund sendiherra sótti ráðstefnuna og átti gott spjall við Silju Báru í leiðinni.
Íslensk messa fór fram í Kaupmannahöfn í minningu Jónasar Hallgrímssonar.
Kollegar í norrænu sendiráðunum í Kaupmannahöfn áttu saman góða stund og báru saman bækur sínar.
Sendiherrar Norðurlandanna í Danmörku, þeirra á meðal okkar eigin Árni Þór Sigurðsson, áttu sameiginlegan fund með Morten Dahlin, nýjum samstarfsráðherra Norðurlanda í dönsku ríkisstjórninni.
Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands í London bauð ræðismönnum í heimsókn í sendiráðið til skrafs og ráðagerða um samstarfið framundan.
Sturla Sigurjónsson sendiherra var einnig viðstaddur opnun sýningar Georgs Óskars "Good Night Moon" í JD Malat Gallerí.
Flóru Íslands var gert hátt undir höfði á alþjóðlegu blómasýningunni Fleurs de Villes í Winnipeg. Það var listamaðurinn Angela Moisey sem mótaði magnaða skreytingu úr íslenskum efniviði.
Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Ottawa afhenti trúnaðarbréf sitt í Costa Rica við hátíðlega athöfn í San José en Costa Rica er meðal umdæmisríkja sendiráðs Íslands í Kanada.
Discussed after the ceremony were the many opportunities for deeper collaboration between our two countries in areas including #geothermal energy (baseload and direct use), #fisheries and ocean technologies, and access to training through @UNESCO schools in Iceland. Vamanos! 🇮🇸🇨🇷 pic.twitter.com/1ECro4sAE2
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) January 29, 2024
Í sömu heimsókn hitti Hlynur kvennamálaráðherra Costa Rica, Cindy Quesada. Þau ræddu meðal annars um foreldraorlof og barnagæslu, launamun kynjanna og Vigdísarverðlaunin nýju.
Norrænir sendiherrar áttu í vikunni fund með forsætisráðherra Noregs, Jonasi Gahr Støre. Fundurinn fór fram í sendiráði Danmerkur í Osló og sótti Högni Kristjánsson sendiherra fundinn að sjálfsögðu fyrir Íslands hönd. Á fundinum var gerð góð yfirferð á helstu innanríkis- og alþjóðamálum.
Tungumálaverðlaun Norðurlandanna á vegum Norræna félagsins voru afhent um síðastliðna helgi. Norrænir sendiherrar voru viðstödd athöfnina.
Síðastliðinn mánudag kvaddi Madame Voillery, tengdadóttir fyrrum sendiherra Frakklands á Íslandi þetta jarðlíf. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á Íslandi og ánafnaði að sér látinni sendiráði Íslands í París listaverk eftir íslenska listamenn sem henni höfðu áskotnast á langri ævi. Meðal þeirra voru málverk eftir Eggert Guðmundsson og skúlptúr eftir Ásmund Sveinsson. Sendiherra Íslands í París Unnur Orradóttir Ramette veitti verkunum viðtöku og vottaði aðstandendum samúð fyrir Íslands hönd.
Íslenskar bókmenntir eru mikils metnar í Frakklandi, margar bækur þýddar á franska tungu og mikið látið með þær í fjölmiðlum. Meðal annars birtist grein um íslenskar bókmenntir í tímaritinu Marianne á dögunum.
Heilbrigðisráðherra Íslands Willum Þór Þórsson sótti heilsuráðstefnu OECD ásamt Unni Orradóttur Ramette sendiherra Íslands í París og fastafulltrúa okkar hjá stofnuninni.
Discussed after the ceremony were the many opportunities for deeper collaboration between our two countries in areas including #geothermal energy (baseload and direct use), #fisheries and ocean technologies, and access to training through @UNESCO schools in Iceland. Vamanos! 🇮🇸🇨🇷 pic.twitter.com/1ECro4sAE2
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) January 29, 2024
Á samfélagsmiðlum sendiráðs Íslands í Tókýó var greint frá viðburði þar sem Saho Sakai, sem vinnur í íslenskri ferðaþjonustu, talar um reynslu sína af því að búa á Íslandi.
Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur sem eru Íslendingum að góðu kunnar eru komnar út á japönsku.
Sendiráðsstarfsfólk í sendiráði Íslands í Varsjá óskaði Jacek Godek til hamingju með afmælið í vikunni. Jacek hlaut þýðendaverðlaun Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir þýðingar sínar á íslenskum bókmenntum yfir á pólsku.
Sendiráð Íslands í Varsjá býður íslenskum og pólsk-íslenskum fjölskyldum með börn í heimsókn til að æfa sig í íslenskunni.
Nú stendur yfir uppboð sem við höfum áður sagt frá á þessum vettvangi þar sem Hannes Heimisson býður til kaups mynd af íslenska hestinum. Ágóðinn af uppboðinu rennur til einhverfra.
Hið stórgóða leikverk Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson verður sett á fjalirnar í borgarleikhúsi Kielcach í Póllandi.
Icelandair hefur ákveðið að auka framboð á flugferðum milli Færeyja og Íslands. Aðalræðisskrifstofa Íslands í Þórshöfn tekur tíðindunum fagnandi. Af þessi tilefni var haldin vel heppnuð ferðakynning í embættisbústaðnum.
Starfsfólk sendiráðs Íslands í Washington sótti frábæra tónleika í Washington DC um helgina hjá kórnum 18th Street Singers sem flutti meðal annars verkið Messa eftir Magnús Ragnarsson. Magnús var viðstaddur ásamt fjölskyldu sinni, en um var að ræða frumflutning á verkinu í Norður-Ameríku.
Áhugi frændfólks okkar í vesturheimi á Íslandi lifir góðu lífi í Winnipeg. Á samfélagsmiðlum aðalræðisskrifstofunnar þar í borg var greint frá útgáfu blaðsins Lögberg-Heimskringla en þar kennir ýmissa grasa um allt mögulegt sem viðkemur Íslandi, sögu þess og menningu.
Hafið var til umfjöllunar á fundi Jörundar Valtýssonar fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og Peter Thomson, sérstaks erindreka heimsmarkmiðs 14 sem fjallar einmitt um lífríki hafsins.
The Ocean is everything to us islanders from around the globe. #Iceland🇮🇸 is happy that #SDG14 has a vocal advocate in the Special Envoy for the #Ocean🌊and supports the work of @ThomsonFiji, who came by today to discuss UN Ocean Conference preparations w/ Ambassador @jvaltysson pic.twitter.com/zJqobHUONe
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) January 22, 2024
Jörundur hélt líka ræðu um heimsmarkmiðin í heild sinni fyrir hönd 22 ríkja fyrir framkvæmdastjórnum þróunaráætlunar SÞ (UNDP), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og skrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir verkefnaþjónustu (UNOPS).
"Our timeframe to achieve the #SDGs is ever decreasing and there is clear demand for the support services that #UNOPS can offer” 👉https://t.co/ZbM7ZvbG9s
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) January 30, 2024
🇮🇸PR @jvaltysson on behalf of a group of 2️⃣2️⃣ countries at today's meeting of the Executive board of @UNDP @UNFPA @UNOPS pic.twitter.com/gEn93XwbxW
Þá verður pósturinn ekki lengri að sinni.
Upplýsingadeild óskar ykkur góðrar helgar.