Hoppa yfir valmynd
21. október 2022 Forsætisráðuneytið

Málstofa um áfallastjórnun stjórnvalda vegna Covid-19

Skýrsla nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum verður kynnt í málstofu þriðjudaginn 25. október nk. en skýrslan verður birt opinberlega sama dag. Málstofan sem verður haldin í Norræna húsinu hefst kl. 14.30 en viðburðinum verður einnig streymt.

Nefndin var skipuð af forsætisráðherra 2. september 2021 en í henni sátu Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst, sem var formaður, Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands, og Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands. Í málstofunni munu nefndarmenn kynna efni skýrslunnar og svara spurningum.

Samkvæmt skipunarbréfi nefndarinnar var meginverkefni hennar að greina áfallastjórnun stjórnvalda vegna faraldursins. Þannig átti nefndin m.a. að greina hvernig stjórnvöld voru undirbúin til að takast á við faraldurinn, hvernig ákvarðanatöku hafi verið háttað, upplýsingum miðlað og reynslan nýtt til aðlögunar á stefnu og áætlanagerð.

Þá var nefndinni falið að draga lærdóm af viðbúnaði og viðbrögðum stjórnvalda sem nýta megi til stefnumótunar vegna annarra áfalla í framtíðinni og fjalla um helstu samfélagslegu áhrif faraldursins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta