Hoppa yfir valmynd
5. júní 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Þórunn Anna sett forstjóri Neytendastofu til áramóta

Þórunn Anna Árnadóttir - mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sett Þórunni Önnu Árnadóttur í embætti forstjóra Neytendastofu frá 1. júlí til 31. desember.

Þórunn Anna er lögfræðingur og hefur starfað hjá Neytendastofu í 13 ár þar sem hún er sviðstjóri neytendaréttarsviðs og staðgengill forstjóra.

Tryggvi Axelsson hefur gegnt starfi forstjóra Neytendastofu undanfarin 15 ár og er Tryggva þakkað fyrir góð störf í þágu neytendamála.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta