Hoppa yfir valmynd
15. júní 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Gagnvirkur greiningarrammi fyrir jafnréttismat

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur útbúið gagnvirkan greiningarramma sem ætlað er að styðja við kynjaða fjárlagagerð. Í kynjaðri fjárlagagerð felst m.a. að taka mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum við ákvarðanatöku um opinber fjármál en í ljósi ólíkrar stöðu kynjanna geta ákvarðanir og aðgerðir stjórnvalda haft mjög ólík áhrif á kynin. Greiningarramminn nýtist þeim sem leggja þurfa mat á áhrif ýmissa ráðstafana á jafnrétti, bæði í tengslum við fjárlaga- og áætlanagerð sem og við gerð lagafrumvarpa og aðra stefnumótun. Byggt er á því góða fræðsluefni sem þegar liggur fyrir um kynjaða fjárlagagerð og jafnréttismat og lagt er upp með að greiningarramminn sé einfaldur í notkun og vísi notandanum á hagnýtt efni, gögn og annað sem þarf þegar gera á jafnréttismat.

Ramminn er settur upp sem fimm skref og í hverju skrefi er spurning sem notandinn þarf að spyrja sig. Til stuðnings er vísað í ýmis konar ítarefni, dregin fram dæmi og atriði sem vert er að hafa í huga. Greiningarramminn virkar þannig sem eins konar gagnvirkt glósublað sem leiðir notandann í gegnum ferlið.

Í meðfylgjandi myndbandi eru nánari upplýsingar um greiningarrammann og virkni hans:

Greiningarrammi jafnréttismats from Stjórnarráð Íslands on Vimeo.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta