Hoppa yfir valmynd
19. desember 2012 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Eistlands

Össur heilsar Urmas Paet.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með eistneskum starfsbróður sínum, Urmas Paet, sem er staddur hér á landi í opinberri heimsókn.
Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir tvíhliða samstarf ríkjanna, samvinnu á vettvangi alþjóðastofnana, stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu, þróun efnahagsmála á evrusvæðinu og málefni Atlantshafsbandalagsins.

Paet var ennfremur aðalræðumaður á opnum fundi sem utanríkisráðuneytið og  Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir. Þar fjallaði Paet um reynslu Eistlands af Evrópusambandsaðild og þátttöku í myntsamstarfinu og svaraði spurningum. Ráðherrann hélt sig ekki aðeins við efnahagsmál, heldur ræddi öryggismál og sjálfstæði smáþjóða í tengslum við ESB aðild, aukna samvinnu á innri markaði ESB, bankabandalag, siðferðilegar skuldbindingar ríkja til að aðstoða önnur ríki og samskiptin við nágrannaríki, þar á meðal Rússland. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins.

Urmas Paet hefur verið utanríkisráðherra Eistlands síðan árið 2005. Hann er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Oslóarháskóla.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta