Forgangsröðun í fjárveitingum til umfjöllunar á heilbrigðisþingi 15. nóvember
Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri bráða- og þróunarsviðs Sjúkrahússins á Akureyri er meðal fyrirlesara á heilbrigðisþingi næstkomandi föstudag.
Um erindi Hildigunnar:
„Forgangsröðun í fjárveitingum er afar mikilvæg ef íslenska heilbrigðiskerfið ætlar að standa undir því markmiði að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra landsmanna er tryggt og þjónusta er á heimsmælikvarða. Í erindi Hildigunnar mun hún velta fyrir sér forgangsröðun í fjárveitingum út frá sjónarhorni sjúkrahúss / heilbrigðisstofnunar á landsbyggðinni. Horft verður til nýrrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og mun umræðan beinast að forgangsröðun þeirra þátta sem þar eru taldir mikilvægir sem grunnstoðir heilbrigðiskerfisins. Áhersla verður á mönnunarmál og aðgengi að heilbrigðisþjónustu, meðal annars með áherslu á sjúkraflutninga og tækni í veitingu heilbrigðisþjónustu."
Heilbrigðisþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis en mikilvægt að gestir skrái þátttöku sína.
- Skráning fer fram á www.heilbrigdisthing.is og þar má sjá dagskrá og aðrara upplýsingar.
- Streymt verður frá þinginu á vefnum www.heilbrigdisthing.is
- Hægt er að fylgjast með upplýsingum um þingið á facebook