Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2018 Utanríkisráðuneytið

Flóttamannastofnun SÞ þakkar Íslendingum fyrir framlög í ómerkta sjóði

Skjáskot úr myndbandi Flóttamannastofnunar. - mynd

Vissir þú að hálf milljón Róhingja hefur flúið Mjanmar á innan við tveimur mánuðum? Hefurðu heyrt að 75% íbúa í Jemen svelti núna? Eða að meira en ein milljón manns hafi verið neydd til að flýja hrikalegt ofbeldi í Mið-Afríkulýðveldinu. – Þetta eru aðeins nokkur dæmi. Meira en 65 milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, stríðsástands og mannréttindabrota. Helmingur þeirra eru börn!

Á þessum orðum hefst kynningarmynd með íslenskum skýringartexta um starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem áhersla er lögð mikilvægi þess að framlög til stofnunarinnar séu ekki sérmerkt tilteknum hamförum.

Í myndbandinu segir:

„Aðalverkefni Flóttamannastofnunar SÞ er að vernda fólk sem hefur neyðst til þess að flýja. Og að hjálpa þeim að skapa sér nýja framtíð! Með því að veita aðstoð í þessum hörmungum reynir Flóttamannastofnunin að gera líf fólks þolanlegt þegar allt annað er í óreiðu.

Því miður fær Flóttamannastofnun ekki nægt fé til að hjálpa öllu því flóttafólki sem þarf aðstoð. Stofnunin þarf fé sem ekki er sérmerkt neinum tilteknum hamförum svo hún geti veitt aðstoð þar sem þörfin er mest.

Ríkisstjórnir víða um heim, þar með talin ríkisstjórn Íslands, veita fé til þessara ómerktu sjóða. Flóttamannastofnunin getur með íslenskum fjármunum veitt tafarlausa aðstoð til bjargar mannslífum og til verndar þeim sem eiga um hvað sárast að binda. Fjármunir sem ekki eru sérmerktir heimila stofnuninni að skipuleggja aðstoð til allra flóttamannasvæða í heiminum, jafnvel þeirra sem hafa gleymst eða njóta ekki áhuga almennings. Þetta gerir einnig Flóttamannastofnuninni kleift að bregðast við neyðartilfellum eða vaxandi neyðarástandi.

Veita má fjármagni mörgum sinnum á ári úr þeim sjóðum sem ekki eru sérmerktir. Framlög sem ekki eru sérmerkt bjarga lífi flóttafólks og byggja grundvöll að nýrri framtíð. Þannig öðlast fólk sjálfsvirðingu og von. – Takk!“

Framlög til Flóttamannastofnunar SÞ

Ísland leggur fé til Flóttamannastofnunar SÞ með reglubundnum hætti. Árið 2016 fjórfaldaði Ísland stuðning sinn við Flóttamannastofnunar SÞ með hæsta framlagi sínu til Flóttamannastofnunarinnar, samtals 2,4 milljónum Bandaríkjadala vegna neyðarástandsins í Sýrlandi, sem gerir Ísland að sjöunda stærsta veitanda Flóttamannastofnunarinnar miðað við höfðatölu.  

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta