Bráðabirgðaútgáfa félagsvísa 2021 kynnt
Á fundi Velferðarvaktar þann 13. apríl kynnti Þórdís Birna Borgarsdóttir, sérfræðingur hjá Hagstofunni, Félagsvísa, 7. útg. apríl 2021, bráðabirgðaútgáfu. Hagstofan geri ráð fyrir að uppfæra útgáfuna á næstu mánuðum þegar tölur úr lífskjararannsókninni 2019 og 2020 verða tilbúnar.
Vísar sýna samfélagslega þróun
Félagsmálaráðuneytið og Hagstofa Íslands hafa frá árinu 2012, að frumkvæði Velferðarvaktarinnar, safnað mælingum undir yfirskriftinni félagsvísar. Markmið vísanna er að auðvelda almenningi og stjórnvöldum að fylgjast með samfélagslegri þróun. Félagsvísum er ætlað að mæla þætti sem eru í eðli sínu mikilvægir fyrir líf fólks og hafa bein áhrif á félagslega velferð þeirra.