Hoppa yfir valmynd
13. október 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Samkeppniseftirlit úrskurðar um samninga við klíníska sálfræðinga

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að sú ákvörðun að semja ekki við klíniska sálfræðinga um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði sjúkratryggðra gangi gegn markmiðum samkeppnislaga. Þetta kemur fram í úrskurði eftirlitsins sem það hefur sent frá sér. Ákvörðunarorðin eru svohljóðandi: „Sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að semja ekki við klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúkratryggðra af geðheilbrigðisþjónustu hefur skaðleg áhrif á samkeppni og fer gegn markmiði samkeppnislaga nr. 44/2005, sbr. 1. gr. laganna. Með heimild í b.-lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga beinir Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að hann sjái til þess að gengið verði til samninga við sjálfstætt starfandi klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúkratryggðra við geðheilbrigðisþjónustu klínískra sálfræðinga.“ Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, er að fara yfir málið með embættismönnum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um viðbrögð við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta