Jarðræktarstyrkir greiddir vegna útiræktaðs grænmetis
Matvælaráðuneytið afgreiddi skömmu fyrir áramót jarðræktarstyrki í garðyrkju í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020, með síðari breytingum.
Heildargreiðsla vegna útiræktaðs grænmetis nam samtals 83.672.585 kr. á árinu 2023.
Annars vegar var greitt út á rótarafurðir fyrir samtals 62.184.506 kr. og hins vegar 21.488.079 kr. á afurðir ræktaðar ofanjarðar. Til grundvallar útreikninga lágu 568 ha hjá 50 framleiðendum og reiknaðist framlag á hvern ha í samræmi við eftirfarandi stuðla.
1-30 ha 1,0 fyrir rótarafurðir
1-30 ha 4,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar
> 30 ha 0,7 fyrir rótararfurðir
> 30 ha 3,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar