Streymi frá kynningarfundi um lægri flugfargjöld fyrir íbúa landsbyggðarinnar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna í dag nýjung, sem mun gefa íbúum á landsbyggðinni sem búa fjarri höfuðborginni kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar frá og með deginum í dag. Ráðherra mun kynna verkefnið á kynningarfundi með fjölmiðlum kl. 13 í dag í flugstöðinni á Egilsstöðum.
Fundinum verður streymt beint á síðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á Facebook.