Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2024 Utanríkisráðuneytið

Starfshópur um gullhúðun EES-reglna óskar eftir ábendingum

Starfshópur um aðgerðir gegn gullhúðun, sem skipaður var af utanríkisráðherra 25. janúar síðastliðinn, hefur tekið til starfa og óskar nú eftir ábendingum í Samráðsgátt um tilvik þar sem gullhúðun hefur verið beitt. Þá er óskað eftir mati viðkomandi á þeim áhrifum sem hlotist hafa af slíkri reglusetningu. Umsagnarfrestur er til 26. febrúar næstkomandi. 

Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld einstakra ríkja ganga lengra og setja íþyngjandi ákvæði umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru í EES-gerðum við innleiðingu. Slíkt er heimilt samkvæmt íslenskum lögum og reglum en þó eru gerðar kröfur um að ef slík leið sé valin sé það tilgreint og að rökstuðningur fylgi.

Í hópnum eiga sæti Brynjar Níelsson, lögfræðingur, sem er formaður hópsins, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. Starfshópurinn skal taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Starfshópurinn getur lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta