Ert þú með góða hugmynd um hvernig breyta megi og bæta þjónustu við fatlað fólk og/eða auka hagkvæmni hennar?
Framtíðarhópur vinnur nú að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Markmiðið er að auka gæði þjónustunnar og hagkvæmni hennar. Í framtíðarhópnum sitja fulltrúar frá ríkinu, sveitarfélögum og hagsmunasamtökum fatlaðs fólks. Hópurinn á að ráðast í fjölbreytta greiningarvinnu og tilraunaverkefni – og hann vill vita hvort þú hafir góða hugmynd sem þú vilt koma áleiðis!
Veistu um frábæra nýsköpun sem vert væri að taka upp og nota víðar? Göt sem hægt væri að fylla? Tækninýjungar sem sniðugt væri að nýta?
Smelltu hér og segðu okkur frá fyrir 10. nóvember 2024. Hver veit nema að hugmyndin geti orðið að veruleika.
Vertu með í að móta framtíðina!