Hoppa yfir valmynd
30. desember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Bætur almannatryggingakerfisins hækka um 9,7%

Bætur þeirra sem fá greiðslur úr almannatryggingakerfinu hækka um 9,7% þann 1. janúar 2016. Hækkun sem þessu nemur tekur til allra bóta lífeyris-,  sjúkra- og slysatrygginga og til félagslegrar aðstoðar.

Meðlagsgreiðslur hækka einnig um 9,7% og sama máli gegnir um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, atvinnuleysisbætur, greiðslur til lifandi líffæragjafa og til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Tekjuviðmið framfærsluuppbótar og frítekjumarks fólks sem býr á dvalar- og hjúkrunarheimilum hækkar einnig sem þessu nemur.

Tryggingastofnun ríkisins hefur birt á vef sínum töflu með upplýsingum um upphæðir bóta almannatrygginga 1. janúar næstkomandi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta