Hoppa yfir valmynd
8. desember 2006 Utanríkisráðuneytið

Heimsókn utanríkisráðherra til Hírósíma

Utanríkisráðherra við minnismerki hjá friðarsafninu í Hírósíma
Utanríkisráðherra við minnismerki hjá friðarsafninu í Hírósíma

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 091

Í dag lauk heimsókn utanríkisráðherra til Japans með för ráðherra til Hírósíma. Þar kynnti utanríkisráðherra sér starfsemi Mazda bifreiðaverksmiðjanna, einkum og sér í lagi rannsóknar- og þróunarverkefni Mazda í gerð vetnisbifreiða, og gerði jafnframt grein fyrir vetnisvæðingaráformum íslenskra stjórnvalda. Munu möguleikar á samstarfi við bílaframleiðandann verða kannaðir frekar af hálfu beggja aðila á næstu mánuðum.

Þá heimsótti utanríkisráðherra friðarsafnið í Hírósíma þar sem hún kynnti sér sögu borgarinnar og lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnismerki við safnið sem reist var til minningur um þá sem létu lífið í kjölfar kjarnorkusprengingarinnar, sem varpað var á borgina undir lok seinni heimsstyrjaldar.

Í gær átti utanríkisráðherra fund með Kozo Yamamoto, aðstoðarefnahagsmálaráðherra Japan. Ræddu ráðherrarnir tvíhliða viðskipti landanna, ásamt því að fara yfir stöðuna í Doha samningaviðræðunum innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þá átti ráðherra hádegisverðarfund með Íslandsvinahópi þingmanna japanska þingsins þar sem rædd voru samskipti landanna.

Síðar sama dag átti utanríkisráðherra fund með Dr. Hans J.A. van Ginkel, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en höfuðstöðvar háskólans eru í Tókýó. Ræddu þau sérstaklega starfsemi jarðhita- og sjávarútvegsdeilda skólans á Íslandi og lýsti van Ginkel mikilli ánægju með öflugt starf þeirra og kvað þær hafa skilað miklum árangri.

Um kvöldið var utanríkisráðherra gestgjafi í móttöku sem haldin var í tilefni 50 ára stjórnmálasambands Íslands og Japan. Móttökuna sóttu á fjórða hundrað manns, og var þar samankominn fjöldi japanskra þingmanna og áhrifafólk úr viðskiptalífinu, auk Íslendinga sem búsettir eru í landinu og stunda þar nám og störf.



Utanríkisráðherra við minnismerki hjá friðarsafninu í Hírósíma
Utanríkisráðherra við minnismerki hjá friðarsafninu í Hírósíma

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta