Hoppa yfir valmynd
8. desember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úttekt á starfsemi Hugarafls

Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin annist úttekt á starfsemi Hugarafls, en fyrrverandi félagsmenn komu í haust ábendingum og kvörtunum er lúta að starfsemi samtakanna á framfæri við ráðuneytið. Í kjölfarið barst ráðuneytinu beiðni frá Hugarafli um að gerð verði óháð úttekt á samtökunum.

Í gildi er þjónustusamningur milli Vinnumálastofnunar og Hugarafls um að samtökin veiti þjónustu á sviði starfsendurhæfingar fyrir fólk með geðraskanir. Félagsmálaráðuneytið telur mikilvægt að hafið sé yfir vafa að starfsemi sem er veitt á grundvelli samningsins uppfylli opinberar kröfur um faglega þjónustu, rekstur og eftirlit og að tryggt sé að þar sé veitt góð og viðurkennd starfsendurhæfing.

Með hliðsjón af ábendingunum og með vísan til beiðni Hugarafls um úttekt telur ráðuneytið rétt að Vinnumálastofnun ráðist í úttekt á starfsemi samtakanna, en ákvæði þess efnis eru í samningi stofnunarinnar við samtökin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta