Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Íþróttastarf í fremstu röð

Mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samninga við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Íþróttasamband fatlaðra og Skáksamband Íslands á dögunum. Samningurinn við Íþrótta- og Ólympíusambandið felur í sér framlag vegna rekstrar sambandsins sem og stuðning við sérsambönd ÍSÍ. Einnig var undirritaður samningur vegna Ferðasjóðs íþróttafélaga. Samningarnir gilda frá 2018-2020. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ skrifaði undir fyrir hönd sambandsins, Þórður Árni Hjaltested fyrir hönd Íþróttabandalags fatlaðra og Gunnar Björnsson fyrir hönd Skáksambands Íslands.

Markmiðið með samningum þessum er að tryggja rekstur ÍSÍ og styrkja sérsambönd sem starfa innan vébanda ÍSÍ. Hlutverk þeirra er meðal annars að efla mótahald, útbreiðslu og fræðslu um viðkomandi íþróttagreina á landsvísu, auka upplýsingagjöf um íþróttastarf og koma fram fyrir hönd viðkomandi greinar á erlendum vettvangi.

Skáksambandið er æðsti aðli skákhreyfingarinnar og sinnir mótahaldi, útbreiðslu og fræðslu um skák á Íslandi auk þess að koma fram fyrir hönd skákhreyfingarinnar á erlendum vettvangi.

„Það er ánægjulegt hversu blómlegt íþróttastarf er hér á landi og það er ekki síst að þakka öflugu samstarfi. Stefna stjórnvalda er að sem flestir geti iðkað íþróttir við sitt hæfi og það er viðvarandi verkefni okkar að tryggja að svo sé. Samningar þeir sem við undirrituðum í dag staðfesta það mikilvæga sameiginlega verkefni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra af því tilefni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta