Nýsköpun og ferðamennska í norð-austurhluta Indlands
Guðni Bragason sendiherra lagði áherslu á samvinnu í sjálfbærni, ferðamennsku, nýsköpun og jafnrétti í ávarpi sínu á alþjóðlegri viðskiptaráðstefnu 5. apríl 2023 í Kohima, höfuðborg Nagalands. Sendirherrann heimsótti Nagaland í byrjun apríl í boði forsætisráðherra fylkisins Neiphiu Rio og Samtaka iðnaðarins á Indlandi (Confederation of Indian Industries, CII). Heimsóknin var innan ramma G20 formennsku Indverja, undir yfirskriftinni B20, sem er viðskipta- og fyrirtækjaþáttur formennskunnar. Heimsóknin var skipulögð í samvinnu við Íslensk-indversku viðskiptasamtökin (IIBA). Á vegum B20 var fulltrúum sendiráða og viðskipaaðilum frá öðrum löndum boðið að heimsækja nokkur fylki í norð-austurhluta Indlands; Nagaland, Mizoram, Sikkim og Manipur. Norð-austur-Indland er rómað fyrir náttúrufegurð og rótgrónar hefðir Naga-þjóðarinnar, auk þess sem góð viðskiptatækifæri eru fyrir hendi, einkanlega í ferðamennsku og nátturlegum afurðum.