Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2022

Sendiherra heimsækir Hafrannsóknarstofnun Sri Lanka

Guðni Bragason sendiherra heimsótti Hafrannsóknarstofnun Sri Lanka (National Aquatic Resources Research and Development Agency, NARA), samstarfsstofnun Sjávarútvegsskóla GRÓ (FTP). Átti sendiherra fund með forstjóranum, dr. H.M.P Kithsiri og tveimur samstarfsmönnum hans, sem sótt hafa nám í skólanum, þeim Ajith Gunaratne and Jujeewa Ariyawansa. Frá Sri Lanka hafa  á þriðja tug sérfræðinga komið til þjálfunar á Íslandi í Sjávarútvegsskólanum og tveir fengið styrk til meistaranáms og doktorsnáms. Sjávarútvegsskólinn hefur einnig staðið fyrir námskeiðum á sviði sjávarútvegs um öryggi fiskiskipa og báta og verkefnastjórnun með 113 þátttakendum. Til umræðu voru möguleikar í samstarfi á þessum vettvangi. Í fylgd sendiherra var Prakrama Sujan Wijewardene, ræðismaður Íslands í Colombo og Emmanuel Gunaratnam, viðskiptafulltrúa á ræðisskrifstofunni.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta