Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2024 Dómsmálaráðuneytið

Fimm umsækjendur um setningu í embætti dómara við Landsrétt

Þann 14. júní 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til setningar embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis skipaðs landsréttardómara. Sett verður í embættið frá og með 1. september 2024 og miðað er við að setningin vari til 28. febrúar 2029.

Umsóknarfrestur rann út þann 1. júlí síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir:
• Arnaldur Hjartarson héraðsdómari,
• Daði Kristjánsson héraðsdómari,
• Eiríkur Elís Þorláksson dósent,
• Eyvindur G. Gunnarsson prófessor,
• Hlynur Jónsson héraðsdómari.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta