Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

100 milljónir króna sparast í kjölfar fimm sameiginlegra útboða

Á vormánuðum stóð verkefnisstjórn um bætt innkaup að fimm sameiginlegum örútboðum innan núverandi rammasamningskerfis m.a. á tölvum, tölvuskjám, pappír o.fl. Alls tóku 55 stofnanir þátt í útboðunum og er áætlaður lágmarksávinningur þeirra yfir 100 milljónir króna. Síðasta sameiginlega örútboð á tölvuskjám skilaði 65% afslætti frá listaverði. Ekki aðeins eru stofnanir ríkisins að fá lægra verð heldur einnig oft og tíðum mun betri vöru en áður.

Árangur af framangreindum tilraunaverkefnum staðfestir að fjölmörg tækifæri eru til staðar til að ná fram hagræðingu hjá ríkinu með sameiginlegum innkaupum. Verkefnisstjórnin og Ríkiskaup vinna að nýju fyrirkomulagi á innkaupum með það að markmiði að bæta innkaup ríkisins til framtíðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta