Hoppa yfir valmynd
18. september 2000 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra á ferð um Vestfirði

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, er á ferð um Vestfirði fyrri hluta vikunnar.

Ráðherra hyggst fara "Vestfjarðahringinn" og hitta heimamenn, frá Reykhólum og réttsælis þaðan til Hólmavíkur. Með ráðherra í för eru m.a. ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, vegamálastjóri og fleiri. Ferðinni lýkur á miðvikudagskvöld. Markmið ferðarinnar er að heyra sjónarmið Vestfirðinga m.a. á vegáætlun sem nýlega var samþykkt af Alþingi. Venjan er að samgönguráðherra skoði á hverju ári einhvern landshluta, skoði samgöngumannvirki og kynnist skoðunum þeirra sem þau nota mest.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta