Umsögn dómnefndar um embætti setts héraðsdómara
Dómnefnd hefur skilað umsögn um umsækjendur um embætti setts héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættið var auglýst 23. desember síðastliðinn og sóttu eftiraldir: Hólmfríður Grímsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands, Logi Kjartansson lögfræðingur, Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Sigurður Jónsson hæstaréttarlögmaður.
Samkvæmt lögum um dómstóla nr. 15/1998 fór innanríkisráðuneytið þess á leit við dómnefnd að hún léti í té umsögn um hæfni umsækjenda og skilaði hún umsögn sinni í gær. Sjá má umsögn dómnefndar hér að neðan.