Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Endurskoðuð eigandastefna fyrir fjármálafyrirtæki tekur gildi

Endurskoðuð eigandastefna fyrir fjármálafyrirtæki sem ríkissjóður á eignarhluti í hefur tekið gildi. Helstu breytingar eigandastefnunnar felast í því að skýra áform ríkisstjórnar gagnvart einstökum félögum:

  • Stefnt er að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut í Landsbankanum til langframa. Markmiðið með eignarhaldinu er að stjórnvöld hafi ráðandi ítök í a.m.k. einni fjármálastofnun sem þjónustar almenning og fyrirtæki og hefur höfuðstöðvar hér á landi. Þannig tryggja stjórnvöld að almenn, vönduð og traust fjármálaþjónusta standi öllum til boða óháð m.a. búsetu. Markmiðið með eignarhaldinu er ennfremur að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu, ásamt því að tryggja nauðsynlega og áreiðanlega innviði þess.
  • Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.
  • Ekki verði tekin ákvörðun um söluferli á hlutum ríkisins í Landsbankanum fyrr en eftir að ríkið hefur selt allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka
  •  Stefnt skuli að sölu á minnihluta ríkisins í Sparisjóði Austurlands við fyrsta hentugleika og þegar það er hagstætt.
  • Leitast verður við að tryggja smærri fjármálafyrirtækjum, sem starfað geta á ólíkum grundvelli, hagfelld og eðlileg skilyrði til rekstrar.

Eigandastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með. Hún er sett á grundvelli ákvæðis 44. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál, og ákvæðis 1. gr. laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta