Undirbúningur vegna þjóðarleikvangs fyrir innanhússíþróttir hafinn
Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands verður formaður hópsins en í honum eiga einnig sæti: Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands, Lárus L. Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ómar Einarsson og Sif Gunnarsdóttir fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Marta Guðrún Skúladóttir og Óskar Þór Ármannsson fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis.
„Það er mér sönn ánægja að setja af stað þennan starfshóp með þessu frábæra fólki. Það er afar brýnt að fá úr því skorið hvernig við getum tryggt að aðstaða fyrir íþróttafólkið okkar sé sem best,“ segir ráðherra.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar því að þessi vinna sé farin af stað: „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar.”
Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí nk.