Hoppa yfir valmynd
8. október 2024

Ný vefsíða um íslenskar bókmenntir á sænsku

Vefsíðan Läs isländska böcker var formlega opnuð af sendiherra Íslands, Bryndísi Kjartansdóttur, á Bókamessunni í Gautaborg.

Á vefsíðunni má finna upplýsingar um allar íslenskar bækur sem gefnar eru út á sænsku, auk fróðlegra og skemmtilegra greina sem fjalla um íslenskar bókmenntir á einn eða annan hátt. 

Að baki síðunni standa sendiráð Íslands í Stokkhólmi og þýðandinn John Swedenmark, sem hefur þýtt yfir 60 íslenskar bækur sem gefnar hafa veirð út í Svíþjóð. Markmiðið með síðunni er að skapa vettvang fyrir sænska lesendur til að afla sér upplýsinga um íslenskar bækur í sænskri þýðingu, en einnig að fjölga lesendum íslenskra bókmennta með því að auðvelda aðgangi að fróðleik og umfjöllun.

Síðuna má finna á vefslóðinni www.lasislandskabocker.se eða á hinni einfölduðu vefslóð www.isbok.se

Greinar og annað efni birtast einnig á Instagram-síðu verkefnisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta