Hoppa yfir valmynd
11. desember 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýr vefur um vísindi

Settur hefur verið upp sérstakur vefur hjá Menntagátt, menntagatt.is/visindi.

Í nóvember árið 2004 skipaði menntamálaráðherra starfshóp til að gera tillögur um aðgerðir til fjölgunar nemenda í raunvísindum og raungreinum. Starfshópurinn hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Meðal tillagnanna er að Menntagátt verði falið að halda utan um og koma á framfæri upplýsingum um margvíslega starfsemi tengda raunvísindum sem hinir ýmsu aðilar standa að. Þar á meðal eru viðburðir sem eru til þess fallnir að auka áhuga nemenda og almennings á raungreinum og tækni, en þar er meðal annars átt við keppnir af ýmsu tagi, námskeið, Vísindavefinn, hátíðir og verðlaun.

Settur hefur verið upp sérstakur vefur hjá Menntagátt, www.menntagatt.is/visindi þar sem er að finna aðgengilegar upplýsingar um félög, stofnanir, viðburði sem tengjast náttúruvísindum og kennsluefni. Hvatt er til þess að sem flestir nýti sér þessar upplýsingar og komi á framfæri ábendingum um nýja viðburði eða áhugavert efni til Björns Sigurðssonar, umsjónarmanns Menntagáttar, [email protected].



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta