Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Um tveggja milljarða fjárfesting í máltækni

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra setur málþingið. - myndBirgir Ísleifur Gunnarsson
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, á máltæknifundinum Framtíðin svarar á íslensku í Grósku. 
 
Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja milljarða fjárfestingu í máltækni í fjárlögum 2023. Þar af verða settar 360 milljónir króna á ári út árið 2026 auk 160 milljóna árlega í markáætlun um tungu og tækni á sama tímabili.
 
Í heildina er því um að ræða rúmlega 2 ma.kr. fjárfestingu í máltækni á tímabilinu 2023 til 2026. Til samanburðar var gert ráð fyrir 2,2 ma.kr. fyrir árin 2018-2022.

Nú er fyrstu máltækniáætlun stjórnvalda að ljúka og unnið er að gerð næstu máltækniáætlunar. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál og er því grunnþáttur í framtíð tölvunotkunar og þróun tungumála. 

„Við höfum ríkum skyldum að gegna við að tryggja aðgengi að íslensku og notkun hennar til framtíðar. Við höfum náð frábærum árangri og höldum áfram á sömu braut. Það er mikið gleðiefni að fjármagnið til þess sé nú tryggt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

 

 
 

 

Frábær áfangi fyrir tungumálið

„Þetta eru nýjar tegundir af innviðum – þeir eru ekki jafn áberandi og brýrnar, hafnirnar og flugvellirnir en ég fullyrði að þeir eru alveg jafn mikilvægir. Við erum í stafrænni vegagerð,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á opna máltæknimálfundinum Framtíðin svarar á Íslensku þann 20. mars árið 2023.

Gervigreindaryfirtækið OpenAi gaf út uppfærslu á gervigreindar-mállíkaninu GPT þann 14. mars síðast liðinn og Íslenska er eina tungumálið, utan ensku, sem GPT-4 tæknin hefur verið sérstaklega þjálfuð í. Verkefnið varð að veruleika vegna vinnunnar sem hafði verið unnin hér á landi síðustu ár.

Sjá einnig: Forskot fyrir íslenskuna

Afurðir máltækniáætlunarinnar eru opnar svo allir geti samnýtt þau við þróun notendahugbúnaðar og eru kjarnalausnirnar aðgengilegar til niðurhals og leitar. Notendur gagnanna eru meðal annars frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, málfræðingar, talmeinafræðingar og sérfræðingar í máltækni, innanlands og erlendis.

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta