Drög að breyttri reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni fyrir samgöngukerfi til kynningar
Til kynningar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir svokölluð skynvædd samgöngukerfi. Unnt er að senda umsögn til ráðuneytisins og skal hún berast eigi síðar en 10. október næstkomandi á netfangið [email protected].
Með reglugerðinni munu öðlast gildi þrjár reglugerðir ESB. Fjallar efni þeirra um samhæft neyðarnúmer fyrir ökumenn á vegum innan ríkja Evrópusambandsins; um upplýsingaþjónustu um örugg og áreiðanleg bílastæði fyrir atvinnubíla innan ESB og um gögn og málsmeðferðarreglur varðandi almennar upplýsingar sem tengjast umferðaröryggi án endurgjalds fyrir notendur. Reglugerðirnar þrjár eru teknar upp samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar